Við sama tækifæri var samningur Háskóla Íslands og Landmælinga Íslands um fjarkönnun endurnýjaður. Tilgangur samningsins er að vinna að eflingu fjarkönnunarrannsókna á Íslandi.
Samkvæmt lögum nr. 103/2006 reka Landmælingar Íslands stafrænan kortagrunn í viðmiðunarmælikvarða 1:50.000. Grunnurinn, sem nær yfir allt Ísland, er byggður upp í sjö lögum sem eru mannvirki, hæðarlínur, vatnafar, örnefni, stjórnsýslumörk, samgöngur og yfirborð. Grunnurinn er í stöðugri endurskoðun og er hann notaður víða í samfélaginu m.a. við skipulagsvinnu sveitarfélaga, við kortaútgáfu og í leiðsögukerfum fyrir farartæki. Mikilvægt er að stuðla að aukinni notkun landupplýsinga og korta innan Háskóla Íslands og stofnana hans við kennslu, rannsóknir og lausn margvíslegra verkefna, ekki síst á sviði umhverfismála.