Reglugerð um ISN2004

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð til notkunar við landmælingar og kortagerð þar sem sett er ný viðmiðun fyrir Ísland, svokölluð ISN2004. Reglugerðin er sett með heimild í lögum um landmælingar og grunnkortagerð nr. 103/2006. Nýja reglugerðin byggir á útreikningum á grundvelli endurmælinga landshnitakerfis Íslands sem fram fór sumarið 2004 undir forystu Landmælinga Íslands í samvinnu fjölmargra stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja.   

Nýja reglugerðin kemur í stað reglugerðar nr. 919/1999 um viðmiðun ISN93, en hún leggur þær skyldur á herðar Landmælingum Íslands að endurmæla hnitakerfið á 10 ára fresti, meðal annars vegna jarðskorpuhreyfinga.

 Markmiðið með nýju reglugerðinni er að tryggja sameiginlega nákvæma viðmiðun og öruggt hnitakerfi fyrir allt Ísland á grundvelli nýju mælinganna.

 Reglugerðin var birt í B-deild stjórnartíðinda þann 10. júlí 2008. Hægt er að nálgast reglugerðina hér.

Frekari upplýsingar um reglugerðina veita:

Landmælingar Íslands

Sími: 430 9000

Tölvupóstur: lmi@lmi.is

Leave a comment