Landmælingar og loftslagsbreytingar

Dagana 25.-28. ágúst 2008 halda Landmælingar Íslands norrænan sumarskóla fyrir landmælingamenn að Nesjavöllum. Skólinn er haldinn í samvinnu við norræna landmælingaráðið og er meginþemað að þessu sinni „landmælingar og loftslagsbreytingar“.

 Um 50 norrænir sérfræðingar í landmælingum taka þátt í skólanum, þar af 11 fyrirlesarar auk gestafyrirlesara frá Bandaríkjunum.

 Umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir setti skólann við upphaf hans og ávarpaði þátttakendur. Ráðherra ræddi meðal annars mikilvægi þess að þjóðir heims vinni sameiginlega að því að bregðast við loftslagsbreytingum og að hlúa þurfi að upplýsingaöflun og rannsóknum á sviði umhverfismála.

Til þess að fylgjast með hreyfingum jarðskorpunnar, bráðnun jökla og breyttri sjávarstöðu er mikilvægt að  reka öruggt hnita- og hæðarkerfi en á því sviði gegna Landmælingar Íslands lykilhlutverki.

 Norræni sumarskólinn í landmælingum er gott dæmi um gagnsemi alþjóðlegrar samvinnu við að efla þekkingu og stuðla að framförum sem er mikilvægt þegar loftslagsbreytingar eru til umfjöllunar.

 Frekari upplýsingar:

Heimasíða sumarskólans

Heimasíða NKG

Published
Categorized as NKG

Leave a comment