Í tilefni af því að 10 ár eru frá því að Landmælingar Íslands fluttu á Akranes er Akurnesingum og landsmönnum öllum boðið í heimsókn til Landmælinga Íslands að Stillholti 16-18 á milli kl. 14 og 19, fimmtudaginn 8. janúar. Starfsmenn stofnunarinnar verða á staðnum til að fræða gesti um starfsemina, Þórunn Sveinbjarnadóttir umhverfisráðherra kemur í heimsókn, hægt verður að fá aðstoð við uppsetningu á GPS tækjum og glæsilegur vinningur verður í verðlaunagetraun, svo eitthvað sé nefnt.
Allir velkomnir og heitt verður á könnunni!
Auglýsing um opið hús (pdf, 1.8 mb)