Landshæðarkerfi Íslands

Óhætt er að segja að stórum áfanga sé náð með útkomu skýrslu sem inniheldur allar punktlýsingar fyrsta sameiginlega landshæðarkerfis Íslands.

Skýrslunni sem er rúm 16 mb á pdf formi er hægt að hlaða niður.

Seinna á þessu ári kemur út ítarleg tækniskýrsla.

Í þessari skýrslu eru sem fyrr segir allar punktlýsingar og kort sem sýna staðsetningu punktanna auk þess sem stutt yfirlit er yfir framkvæmd mælinganna.

Eitt samræmt hæðarkerfi er mikilvægt fyrir ýmsar framkvæmdir s.s. vegagerð og jarðgangnagerð og á ýmsum sviðum skipulags- og áætlanagerðar. Auk þess munu gögnin nýtast við rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum eða breytingum á yfirborði sjávar.

Þangað til nú hafa verið í notkun á Íslandi nokkur aðskilin hæðarkerfi og er oft talsverður hæðarmunur á milli kerfanna sem getur leitt af sér kostnaðarsamar mælingar þegar framkvæmdir á vegum ríkisins eða sveitarfélaga ná yfir fleiri en eitt hæðarkerfi.

 

Leave a comment