Landmælingar Íslands hljóta jafnlaunavottun VR

Landmælingar Íslands  hafa hlotið jafnlauavottun VR og er stofnunin fyrst íslenskra ríkisstofnana til að hljóta slíka vottun. Þar með hefur fengist staðfesting á því að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir, koma upp jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST 85:2012 jafnlaunastaðalsins og að nú verði kerfisbundið fylgst með því hjá stofnuninni að starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf sé ekki mismunað í launum. Þessi faglega úttekt er er í góðu samræmi við þá vinnu sem unnin hefur verið í launa- og mannauðsmálum innan stofnunarinnar á undanförnum árum og staðfestir að sömu laun eru greidd fyrir jafnverðmæt störf.

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, afhenti Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra vottunarskírteinið við hátíðlega athöfn föstudaginn 7. júní 2013. Af því tilefni voru saman komnir starfsmenn Landmælinga Íslands ásamt fulltrúa Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, til þess að fagna þessum merka áfanga. Sjá nánar frétt á Heimasíðu VR

 

Á myndinni eru f.v. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR, Jensína Valdimarsdóttir starfsmannastjóri LMÍ,  Magnús Guðmundsson forstjóri LMÍ, Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Unnur Guðríður Indriðadóttir frá VR. Ljósm. Guðni Hannesson
Á myndinni eru f.v. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR, Jensína Valdimarsdóttir starfsmannastjóri LMÍ, Magnús Guðmundsson forstjóri LMÍ, Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Unnur Guðríður Indriðadóttir frá VR. Ljósm. Guðni Hannesson