Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn

Sigurður
Sigurður Ingi

 Í dag, föstudaginn 30. ágúst heimsótti Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Landmælingar Íslands. Með honum í för voru aðstoðarmaður hans, ráðuneytisstjóri, upplýsingafulltrúi og skrifstofustjóri umhverfis og skipulags hjá ráðuneytinu.

Ráðherrann átti fund með forstjóra og forstöðumönnum stofnunarinnar þar sem helstu verkefni og áherslur í starfsemi Landmælinga Íslands voru kynnt og rædd. Auk þess var kaffisamsæti á sal þar sem ráðherra ávarpaði starfsfólk stofnunarinnar.

F.v. Stefán Thors ráðuneystistjóri, Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Ingveldur sæmundsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, Sigríður Auður Arnardóttir skrifstofustjóri skrifstofu umhverfis og skipulags, Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður, Magnús Guðmundsson forstjóri, Gunnar H. Kristinsson forstöðumaður og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi.
F.v. Stefán Thors ráðuneytisstjóri, Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Ingveldur Sæmundsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, Sigríður Auður Arnardóttir skrifstofustjóri, Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður, Magnús Guðmundsson forstjóri, Gunnar H. Kristinsson forstöðumaður og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi.
Ljósm. Guðni Hannesson.