Í dag, föstudaginn 30. ágúst heimsótti Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Landmælingar Íslands. Með honum í för voru aðstoðarmaður hans, ráðuneytisstjóri, upplýsingafulltrúi og skrifstofustjóri umhverfis og skipulags hjá ráðuneytinu.
Ráðherrann átti fund með forstjóra og forstöðumönnum stofnunarinnar þar sem helstu verkefni og áherslur í starfsemi Landmælinga Íslands voru kynnt og rædd. Auk þess var kaffisamsæti á sal þar sem ráðherra ávarpaði starfsfólk stofnunarinnar.