Nýjar loftmyndir af Eyjafjallajökli aðgengilegar

Landmælingar Íslands hafa í samvinnu við Vegagerðina, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Landgræðsluna og Náttúrufræðistofnun, fest kaup á loftmyndum af Eyjafjallajökli og Markarfljóti, teknar í júlí 2010. Myndirnar eru bæði í náttúrulegum litum og innrauðar og eru myndirnar af Eyjafjallajökli teknar úr 5700 metra hæð með 40 cm upplausn en Myndirnar af Markarfljótinu eru flognar í 2700 metra hæð með 20 cm upplausn. Fyrirtækið Samsýn ehf sá um myndatökuna og gerði einnig hæðarlíkan úr myndunum sem nota má til uppfærslu á gögnum LMÍ og til greiningar á flóðahættu eftir eldgosið. Myndirnar af Eyjafjallajökli má skoða hér í vefsjá.

Leave a comment