Mikil þátttaka var í verðlaunagetrauninni á opnu húsi í dag en alls skiluðu 140 manns inn svörum. Guðbjartur Hannesson þingmaður dró úr kassanum nafn Björns Guðmundssonar á Akranesi. Við óskum Birni til hamingju með nýja GPS tækið með Íslandskortunum sem að stórum hluta eru unnin úr IS 50V gögnum Landmælinga Íslands en Garmin tækin eru seld hjá OMNIS á Akranesi.