Tekin hefur verið í notkun ný útgáfa af skilmálum sem varða gögnLandmælinga Íslands. Skilmálarnir eru byggðir á opnu leyfi frá Bretlandi (e: Open government Licence http://www.nationalarchives.gov.uk/doc/open-government-licence/version/2/) og hafa þeir verið lagaðir að gögnum stofnunarinnar. Íslenska útgáfan er afrakstur vinnu sem nefnd á vegum fjármálaráðherra stóð fyrir í upphafi þessa árs, en nýju skilmálarnir veita mun meira svigrúm fyrir notendur gagnanna en áður.
Skilmálana má lesa með því að smella hér.