Á 10 ára afmæli EuroGeographics-samtakanna var samtökunum hrósað fyrir að leitast við að stuðla að auknu framboði og bættu aðgengi að landupplýsingagögnum.
Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, hældi meðlimum EuroGeographics fyrir ómetanlega vinnu þeirra við að gera landupplýsingagögn aðgengileg og auðfáanleg í Evrópusambandinu.
Í opnunarræðu ársþings EuroGeographics-samtakanna sem haldið var í Brussel þetta árið nefndi Van Rompuy mikilvægi landfræðilegra upplýsinga fyrir skilvirka stefnumótun. Hann sagði árangursríka stefnu byggjast á góðum upplýsingum og að á svo fjölbreytilegu svæði eins og Evrópusambandið nær yfir sé mikilvægt að við skiljum ekki eingöngu hvað er að gerast heldur hvar það er að gerast. Þessar upplýsingar þurfa að vera til staðar til þess að stjórnvöld á öllum stigum, eins og t.d. Evrópusambandið og löndin sem því tilheyra, geti notað landupplýsingagögn til að bæta líf borgaranna, umhverfið og styrk hagkerfisins.
Ársþingið fór fram 10.-13. október 2010 og var sótt af um 130 fulltrúum frá 44 Evrópulöndum. Á ársþinginu var Fasteignaskrá Grikklands, Ktimatologio, fagnað sem 56. meðlimi samtakanna.
Dorine Burmanje, forseti EuroGeographics sagði að þátttaka í samtökunum hefði nær tvöfaldast frá stofnun EuroGeographics samtakanna. Hún sagði að þekking og metnaður þátttökuaðila hefði vaxið í samræmi við stækkun samtakanna. Nú þegar hafa meðlimir lokið fjölda verkefna sem fela í sér samræmd og samhæfð gögn sem ná yfir landamæri. Nú er áherslan lögð á að klára European Location Framework með verkefnum eins og European Spatial Data Infrastructure Network (ESDIN) sem er að ná framúrskarandi árangri í þróun á þjónustu sem samþættir þau staðbundnu gagnasöfn sem þegar eru til og búa til INSPIRE hæf gögn.
Þessi rammi verður grunnur fyrir margs konar þjónustu til hagsbóta fyrir stjórnvöld, fyrirtæki og borgara þar sem hann gerir miklu magni af öðrum upplýsingum, svo sem félagslegra- eða efnahagslegra upplýsinga, kleift að tengjast og vísar til þeirra með landfræðilegri staðsetningu eða fitju.
Dorine sagði einnig að á síðustu 10 árum hefðu EuroGeographics-samtökin verið að byggja upp orðspor sitt með því að skila inn mikilvægum verkefnum, oft frumkvöðlaverkefnum, auk þess að veita sérfræðiráðgjöf sem stjórnvöld um allan heim taka mið af. Þess vegna eru EuroGeographics samtökin að breytast í alþjóðleg samtök rekin án hagnaðar til að tryggja að samtökin geti haldið áfram að mæta þörfum hagsmunaaðila sinna bæði nú og í framtíðinni.
Ársþing 2010 var haldið af National Geographic stofnuninni í Belgíu og General Administration of Patrimonial Documentation – Federal Public Service, og þar voru einnig flutt lykilerindi af Pieter de Crem, varnarmálaráðherra Belgíu, prófessor Jacqueline McGlade, framkvæmdastjóra Evrópsku umhverfisstofnunarinnar (European Environment Agency), Tony Long, framkvæmdastjóra WWF European Policy Office, og prófessor Geert Bouckaert, forstöðumanni Public Management Institute of KULeuven. Meðal annarra gesta má nefna fyrrum forseta og framkvæmdastjóra EuroGeographics.
Í framhaldi af ársþinginu var haldin móttaka í Evrópuþinginu sem var sótt af meðlimum Evrópuþingsins, fulltrúum frá framkvæmdastjórn ESB og fulltrúum ESB-ríkja.
Árið 2011 verður ársþingið haldið af Fasteignaskrá Norður-Írlands í Belfast. Nánari upplýsingar um verkefni og árangur EuroGeographics er að finna í ársskýrslu á http://www.eurogeographics.org/about/the-association/annual-reports.