Fyrsta tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2014 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá vinnu samræmingarnefndar við gerð fyrstu aðgerðaráætlunar við uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar um Ísland. Kvarðinn er aðeins gefinn út rafrænu formi á heimasíðu Landmælinga Íslands og hann má finna með því að smella hér.