Síðastliðinn föstudag kom Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2013 út. Ársskýrslan er gefin út á rafrænu formi og er hún aðgengileg hér á vef stofnunarinnar.
Í ársskýrslunni er sagt frá helstu verkefnum stofnunarinnar á árinu 2013. Í ávarpi forstjóra kemur fram að mikilvægt skref í átt að betra aðgengi að opinberum gögnum hafi verið stigið í upphafi ársins þegar ákveðið var að gera öll gögn í vörslu Landmælinga Íslands gjaldfrjáls. Þá kemur fram að rekstur Landmælinga Íslands á árinu 2013 hafi gengið vel og að rekstrarniðurstaða hafi verið í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
Ársskýrsluna er hægt að skoða í flettiforriti eða sem PDF skrá.
Skoða í flettiforriti Ársskýrsla 2013
Skoða sem PDF Ársskýrsla 2013
Myndin á forsíðu ársskýrslunnar er tekin á fjölskyldudegi Landmælinga Íslands.