Í vikunni hófst vinna við landmælingar sumarsins og er mælingaflokkur á vegum Landmælinga Íslands og Vegagerðarinnar nú við GPS mælingar á Suðurlandi. Áætlun gerir ráð fyrir að í sumar verði mælt frá Hverfisfljóti að Markarfljóti og frá Skeiðavegamótum og yfir Sprengisand. Tilgangur mælinganna er að mæla hæðarbreytingar á landinu sem t.d. geta orðið vegna bráðnunar jökla. Niðurstöðurnar verða notaðar til að bæta hæðarkerfi Íslands og geóíðu sem gefin verður út í tengslum við endurmælingu grunnstöðvanetsins 2015.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Guðmund Valsson mælingarverkfræðing að störfum.