Undanfarna daga hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum og þjóðfélaginu almennt vegna jarðhræringa og hugsanlegs eldgoss í Bárðarbungu. Starfsmenn Landmælinga Íslands hafa gert kort af svæðinu þar sem m.a. er nokkur staðarheiti að finna. Kortin eru hugsuð til að auðvelda fólki að gera sér grein fyrir staðháttum þegar um þá er fjallað. Kortin má finna á vef Landmælinga Íslands.
Í kortasafni Landmælinga Íslands er einnig að finna eldri kort og ýmsar kortasjár með uppfærðum kortum. Öll þessi kort eru gjaldfrjáls og notendur geta birt þau og notað að vild, með því eina skilyrði að geta heimilda.
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Jöklarannsóknarfélagið, Neyðarlínuna og fyrirtækið M&T, hefur sett upp vefmyndavél á Grímsfjalli þar sem hægt er að fylgjast með Bárðarbungu í beinni á netinu.