Frumvarp um breytingar á lögum um landmælingar og grunnkortagerð

Á undanförnum árum hefur orðið mikil þróun við öflun, notkun og miðlun stafrænna landupplýsinga. Þessi þróun er í samræmi við aukna þekkingu, tækni og kröfur um nákvæmni og nýjungar sem gerðar eru í samfélaginu. Í tengslum við þessa öru þróun hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið lagt fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um landmælingar og grunnkortagerð.  Sjá má nánar um frumvarpið í frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.