Eitt af hlutverkum Landmælinga Íslands er að sjá til þess að ávallt séu til staðar aðgengilegar og traustar landupplýsingar af öllu landinu og er því stöðugt unnið að uppfærslu á landupplýsingagrunnum stofnunarinnar. Nýjasta uppfærsla á IS 50V gagnagrunninum, sem er gjaldfrjáls eins og önnur gögn Landmælinga Íslands, er nú komin á niðurhalssíðu og nær uppfærslan til sjö gagnalaga af átta. Um er að ræða uppfærslu á hæðargögnum, mannvirkjum, mörkum, vatnafari, örnefnum, samgögnum og strandlínu.
Breytingar eru mismiklar eftir lögum, flestar er að finna í örnefnalaginu, vatnafarinu, í samgöngulaginu og mannvirkjalaginu sem nú er í tveimur lögum í stað fjögurra. Fjarskiptalagið er komið inn í mannvirkjapunktalagið, en ekki er lengur boðið upp á línulagið (rafmagnslínur). Þá eru einnig talsverðar breytingar á póstnúmeralaginu, umdæmum sýslumanna sem fækkar úr tuttugu og fjórum í níu og lögregluudæmum sem nú eru níu í stað fimmtán. Litlar breytingar urðu á mörkum sveitarfélaga þó var mörkum Þingeyjarsveitar, Norðurþings og Skútustaðarhrepps breytt í samræmi við hæstaréttadóm nr. 547/2012.
Nánari upplýsingar um breytingar á IS 50V er að finna í landupplýsingagátt Landmælinga Íslands