Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2014 er komin út. Ársskýrslan er gefin út á rafrænu formi og er hún aðgengileg hér á vef stofnunarinnar.
Í ársskýrslunni er sagt frá helstu verkefnum stofnunarinnar á árinu 2014. Fram kemur í ávarpi forstjóra að sú ákvörðun að hafa opin aðgang að gögnum Landmælinga Íslands hefur hvatt til aukinnar notkunar gagnanna á sviði kortagerðar, ferðaþjónustu, opinberrar stjórnsýslu og í menntakerfinu.
Þá kemur einnig fram að undanfarin ár hefur verið unnið af miklum metnaði við að hlúa að starfsmönnum og starfsumhverfi þeirra og það hafi m.a. skilað sér í góðum starfsanda.
Skoða sem PDF Ársskýrsla 2014 á pdf formi.
Ársskýrsla 2014 í flettiforriti