Nú eru myndbönd og glærur frá ráðstefnunni um grunngerð landupplýsinga, „Á réttri leið“? sem haldin var 30. apríl síðastliðinn, komnar á vef Landmælinga Íslands. Mikið er þarna af áhugaverðu efni og eru allir sem vinna með opinber landupplýsingagögn hvattir til að kynna sér efnið. Myndböndin og glærurnar má einnig sjá undir „Útgefið efni“ á heimasíðu LMÍ.