Aðfaranótt 23. júní 2015 var nýju gervitungli á vegum ESA (Europian Space Agenvy) skotið á loft. Gervitunglið sem kallast Sentinel-2 er fjarkönnunartungl og mun það gegna lykilhlutverki við kortagerð af landi og gróðri, sem hluti af Copernicusaráætlun Evrópusambandsins. Ísland er aðili að Copernicusáætluninni og eru Landmælingar Íslands aðaltengiliðir við verkefnið hér á landi.
Sentinel-2 er annað gervitunglið í hópi 20 gervitungla áætlunarinnar sem munu vakta jörðina og með tilkomu þess eykst geta Copernicusaráætlunarinnar til að afla viðamikilla gagna sem notuð verða vegna umhverfis- og öryggisvöktunar í Evrópu.
Á næstu vikum tekur við tími margskonar tilrauna og stillinga en væntanlega má búast við að fyrstu gögn berist frá gervitunglinu í haust og verða þau aðgengileg Íslendingum og öllum öðrum sem á þurfa að halda án endurgjalds líkt og gögn fra Sentinel-1 eru. Dæmi um notkun Sentinel-1 gagna má meðal annars sjá á facebook síðu Jarðvísindastofnunar HÍ https://goo.gl/ubw5vI.
Sjá fréttatilkynningu Evrópusambandsins um Sentinel-2
Meðfylgjandi mynd er fengin að láni af vef ESA.