Þann 3. desember síðastliðinn var lokafundur eENVplus verkefnisins haldinn í Róm á Ítalíu en Landmælingar Íslands í samstarfi við Umhverfisstofnun hafa verið aðilar að verkefninu. eEVNplus verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og snýst um að samnýta verkfæri og verkferla sem hannaðir hafa verið í tengslum við ýmis umhverfisverkefni Evrópusambandsins og nýta við framkvæmd og innleiðingu ýmissa tilskipanna þess, s.s. um loftgæði, landnotkun, umhverfisvernd og grunngerð landupplýsinga.
Landmælingar Íslands tengjast verkefninu í gegnum umhverfistilskipunina INSPIRE https://youtu.be/xew6qI-6wNk og undanfarin tvö ár hefur verið unnið að því að samræma gögn er varða stjórnsýslumörk, vegi og friðlýst svæði að kröfum INSPIRE. Þá hefur verið unnið með Ítölskum aðilum að gerð smáforrits (Apps) fyrir sjalltæki til að kortleggja ýmis náttúrfyrirbrigði og náttúruskemmdir og þannig nýta gagnaþjónustur frá Landmælingaum Íslands. Á heimasíðu verkefnisins er hægt að nálgast mörg námskeið er snúa að innleiðingu INSPIRE og tæknimálum er tengjast henni.
Með þátttöku í eENVplus verkefninu hafa Landmælingar Ísland fengið mikla reynslu og um leið aðstoð í tengslum við innleiðingu INSPIRE. Þátttakan hefur m.a. fleytt stofnuninni á svipaðan stað og önnur Evrópuríki eru varðandi innleiðinguna, þrátt fyrir þriggja ára frest sem EFTA löndin hafa á henni. Á heimasíðu Landmælinga Íslands má finna upplýsingar um verkefnið.