Kortasjáin vinsæl

Með samantekt á lykiltölum ársins 2015 kom í ljós að ásóknin í Kortasjána hefur aukist með hverju árinu frá því í maí 2013. Kortasjá LMÍ hefur um nokkurt skeið verið einn vinsælasti hluti vefs Landmælinga Íslands og áhugavert er að sjá að vinsældir hans fara enn vaxandi.Línurit yfir heimsóknir á kortasjá.

Áhugavert er að skoða hvernig notkun kortasjárinnar endurspeglar sumarleyfistímann á Íslandi en notkunin eykst yfir sumarmánuðina, dettur aðeins niður yfir vetrarmánuðina og eykst svo aftur þegar fólk fer að skipuleggja sumarfrí sín eða til að átta sig á staðháttum þegar komið er í bústaðinn.

Um þessar mundir er þó unnið að endurbótum á Kortasjá LMÍ sem ætti að auðvelda enn frekar notkun hennar. Unnið er að því að taka í notkun nýjan hugbúnað frá Finnlandi sem nefnist OSKARI og má gera ráð fyrir að breytingar verði sýnilegar á haustmánuðum.