Ný útgáfa landhæðarlíkani fyrir Ísland er nú fáanleg um niðurhal á vef Landmælinga Íslands. Um er ræða uppfærslu á hæðarupplýsingum fyrir um 38% landsins eða rúmlega 39.000 km2. Hin nýju gögn eru af ýmsum toga, m.a. ný gögn sem byggja á lidar-tækni og þekja nær alla jökla landsins og næsta umhverfi. Einnig eru nýtt gögn sem safnast hafa á undanförnum áratugum vegna virkjanaframkvæmda á hálendi landsins. Á myndinni má sjá þau svæði þar sem uppfærð gögn eru í hæðarlíkaninu. Stærsta samfellda svæðið nær frá sjó á Suðurlandi til norðausturs, allt austur fyrir Egilsstaði. Eldra líkanið hafði 20 m upplausn, þ.e. hvert pixilgildi var 20×20 m að flatarmáli, en það nýja hefur 10 m upplausn. Hæðarskygging af landinu fylgir með líkaninu. Hægt er að nálgast þetta tvennt á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands.