Landmælingar og óbyggðir.

stadarhaldarar
Hjónin Steingrímur Karlsson og Arna Björg Bjarnadóttir eru staðarhaldarar á Óbyggðasetrinu.

Á Óbyggðasetri Íslands, sem staðsett er á Egilsstöðum innst í Fljótsdal, hefur sögu dönsku landmælingamannanna, sem störfuðu við kortagerð á Íslandi um aldamótin 1900, verið gerð skil. Landmælingar Íslands hafa unnið í samstarfi við Óbyggðasetrið að landmælingahluta setursins og m.a. lagt til munifrá tímum dönsku mælingamannanna en þeir voru með fyrstu óbyggðaförum á Íslandi þegar þríhyrningamælingar þeirra voru framkvæmdar með því að ganga um fjöll og firnindi. Á Óbyggðasetri Íslands er einnig að finna merka sögu um óbyggðaferðir á Íslandi fyrr á tímum og hvernig lífið í sveitum landsins alveg við jaðar hálendisins var.

Þann 6. Júní síðastliðin fór fram opinber opnun á safninu ásamt gistiaðstöðu. Hjónin Steingrímur Karlsson og Arna Björg Bjarnadóttir eru hugmyndasmiðirnir að Óbyggðasetrinu og staðarhaldarar. Landmælingar Íslands óska þeim kærlega til hamingju með flott safn og aðstöðu og er gaman að vita til þess að sögu Landmælinganna sé haldið á lofti.  Heimasíða Óbyggðaseturs Íslands er http://www.wilderness.is/„https://www-gamli.lmi.is/wp-content/uploads/2016/08/stadarhaldarar-620×414.jpg“