Íslensk kortagögn – hluti af Evrópu

Magnus_MC signing
Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands og Mick Cory framkvæmdastjóri Eurogeographics undirita samkomulagið.

Í síðasta mánuði urðu Landmælingar Íslands þátttakendur í svokölluðu ELF verkefni (European Location Framework). ELF verkefnið hefur verið í vinnslu undanfarin 3 ár meðal nokkurra Evrópuþjóða og fellst í því að samræma landupplýsingar (kortagögn) af Evrópu í tengslum við INSPIRE tilskipunina. Landmælingar Íslands ásamt Þjóðskrá Íslands eru nú orðnar hluti af verkefninu og munu báðar þessar stofnanir vinna að því að koma kortagögnum um Íslands á staðlað form svo að þau verði hluti af Evrópukorti ELF ásamt því að veita beinan aðgang að gögnum á stöðluðu formi. Með þátttöku í ELF verkefninu eru íslensku stofnanirnar að styrkja sig í miðlun landupplýsinga samkvæmt kröfum INSPIRE og um leið að ná í dýrmæta þekkingu sem nýtast mun öðrum stofnunum og sveitarfélögum vegna afhendingar INSPIRE gagna.

 

ELF verkefnið er rekið af samtökum korta- og fasteignastofnana í Evrópu sem kallast EuroGeographics sem Landmælingar Íslands og Þjóðskrá Íslands eru báðar aðilar að. Það er mikilvægt fyrir ELF verefnið að sem flestar þjóðir Evrópu séu þátttakendur og því er þátttaka Íslands mikilvæg eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum í dag http://www.eurogeographics.org/news/icelandic-organisations-pledge-provide-data-gateway-pan-european-maps-and-land-information

 

Frekari upplýsingar um ELF verkefnið er að finna á vefsíðunni: http://www.elfproject.eu/