Áhugaverðar niðurstöður um INSPIRE innleiðinguna

INSPIRE KEN (Knowledge Excange Network) á vegum Eurogeographics
samtakanna (samtök korta og fasteignastofnana í Evrópu) hélt vinnufund 05 – 06 febrúar 2013, í París, um „Aðferðafræði við að til að innleiða INSPIRE kröfur“. Fundurinn var vel sóttur en einnig gátu þátttakendur tekið þátt í gegnum veftengil. Hér fyrir neðan er samantekt úr fundargerð fundarins.

 Bakgrunnur vinnufundarinns: Samkvæmt INSPIRE vinnuáætluninni (road map) eiga öll gögn sem falla undir viðauka I að vera  samhæfð INSPIRE kröfum fyrir 2017 og þau sem tengjast II og III fyrir 2020. Korta og fasteignastofnanir hafa nokkuð mikið af gögnum sem  INSPIRE mun hafa áhrif á: mörg þeirra með mismunandi stig af nákvæmni. Þar af leiðandi eru flestar stofnanir í erfiðleikum með að skilgreina stefnu sína og áherslur varðandi framkvæmd INSPIRE. Vinnufundinum var varið í umræðu um fjórum málefni: Væntanlegan ávinning, umfang, ábyrgð og metnað.

 Helstu niðurstöður á vinnufundinum:

 Væntanlegur ávinningur

Helsti ávinningurinn af INSPIRE hefur verið og er enn, afhjúpun á „földu/óþekktum  gagnasettum“. Varðandi samhæfni eru fáir notendur sem hafa áhuga á INSPIRE gögnum eins og er en gert er ráð fyrir að helsti ávinningurinn sé bætt skipulag landupplýsinga á landsvísu: INSPIRE hvetur þannig gagnaframleiðendur að sitja saman, til að ræða og reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu í því skyni að uppfylla meginreglu INSPIRE þ.e.  „að safna gögnum aðeins einu sinni“. Að auki, INSPIRE kröfur teljast góðar starfsvenjur og eru teknar með í reikninginn þegar þróanir verða á núverandi gagnalíkönum … en þetta er hægt ferli.

 • Umfang

Helstu erfiðleikarnir hafa verið að ákveða hvaða gagnagrunna skal samhæfa við INSPIRE, fyrir hvert tiltekið þema. Einkum hefur verið unnið með tvær nálganir:

  • Veita aðgang að gögnum fyrir hvern mælikvarða (eða hvert nákvæmnisstig).
  • eða veita aðeins aðgengi að gögnum sem talin eru best.

 • Ábyrgð

Lykillspurningin er: Hvað á að gera þegar það eru nokkrir framleiðendur fyrir sama þema? Þremur meginlausnum hefur verið beitt, mismunandi eftir löndum:

  • Einfalt gagnamódel (basic model) með einum löglegum gagnaveitanda (einkum notað fyrir fasteignagögn)
  • Samtengingarmódel (Node model) með nokkrum gagnaframleiðendum og einum samræmingaraðila
  • Safn módel (Collective model): Sá sem framleiðir gögninbirtir þau.

 • Metnaður

Ef litið er til gagnanna er núverandi stefna sú að takmarkaður metnaður virðist vera fyrir innleiðingu á samræmingarstöðlum í tengslum við INSPIRE. Stofnanir eru venjulega ekki að nýta sér þann möguleika að gera viðbætur við  INSPIRE gagnamódelin, jafnvel þótt þær hafi fleiri gögn. Í hnotskurn, enginn mun skipta núverandi gögnum sínum fyrir INSPIRE gögn. Búist er við áliti frá notendum áður en ráðist er í að gera enn metnaðarfyllri stefnu eða breytingar í þessum málum.

 

Varðandi tímasetningar hafa margar stofnanir nú þegar sett sér mettnaðarfyllri markmið um aðgengi að INSPIRE gögnum en frestur INSPIRE segja til um. 

Niðurstöður fundarins  var að fundurinn var mjög árangursríkur og gefandi, allir þátttakendur yfirgáfu fundinn með fullt af upplýsingum, áskoranir og hugmyndir fyrir áframhaldandi vinnu sína.