Aukinn kraftur í örnefnaskráningu

Landmælingar Íslands hafa samið við Loftmyndir ehf um aðgang að myndkortum fyrirtækisins til nota við staðsetningu örnefna.  Þá hefur í samvinnu við fyrirtækið verið þróuð kortasjá sem gerir starfsmönnum Landmælinga Íslands og örnefnasviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, kleift að staðsetja örnefni og leiðrétta.  Samstarf milli þessara tveggja stofnana og þessi nýja veflausn mun án efa hleypa miklum krafti í skráningu og staðsetningu örnefna í stafrænan gagnagrunn.

 

Gríðarlegur fjöldi örnefna er í gagnagrunnum Landmælinga og Stofnunar Árna Magnússonar

Leave a comment