Nú er öðru námskeiði um skráningu lýsigagna samkvæmt kröfum sem INSPIRE gerir lokið. Einnig tengist Grunngerð fyrir stafrænar upplýsingar hér á landi málefninu. Hér fyrir neðan er að finna glærur af námskeiðinu og leiðbeiningar. Hvað er landupplýsingagátt og til hvers er hún Samúel Jón Gunnarsson Hvernig og hvar skráum við lýsigögn – Aðferðir við… Continue reading Námskeið um skráningu lýsigagna 21. febrúar 2012
Author: Bjarney
Landupplýsingagátt opnuð
Landmælingar Íslands opnuðu í dag Landupplýsingagátt (e: geoportal) í tengslum við nýtt hlutverk sitt er snýr að grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar.
Samræmingarnefnd um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar
Umhverfisráðherra hefur skipað eftirfarandi aðila í samræmingarnefnd um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar:
Samráðsfundur forstjóra sjö stofnana um ný lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar
Þann 2. september 2011 boðaði forstjóri Landmælinga Íslands til samráðsfundar með forstjórum eða staðgenglum frá sjö lykilstofnunum til að kynna ný lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar.
Hvaða gögn, málefni og þjónustur falla undir INSPIRE?
Almenna reglan er að INSPIRE fjallar um tilgreind landupplýsingagögn stjórnvalda, á rafrænu formi og eru þemu sem tilskipunin nær til talin eru upp í viðauka 1, 2 og 3.
Hvað er „grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar“ -eða einfaldlega „grunngerð“?
Samkvæmt lögum nr. 44/2011 er grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar: „Tækni, stefnur, staðlar og mannauður sem þarf til að afla stafrænna landupplýsinga, vinna úr þeim, varðveita, miðla og auðvelda notkun þeirra.“
Hvernig nýtist INSPIRE?
INSPIRE tilskipunin og þar með uppbygging á evrópskri grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar verður til margvíslegra samfélagsnota – t.d. hjá viðbragðsaðilum neyðaráætlana s.s. björgunarsveitum og lögreglu.
Norrænar heimsóknir
Fimmtudaginn 18. ágúst og föstudaginn 19. ágúst fengu Landmælingar Íslands heimsókn frá norrænum kollegum. Á fimmtudeginum voru haldnir hér þrír norrænir fundir; á sviði starfsmannamála, fjármála auk þess sem NIK gruppen hélt hér fund en í þeim hópi eru tengiliðir alþjóðamála kortastofnana á Norðurlöndum. Á föstudeginum kom síðan Tromsö skrifstofa systurstofnunar LMÍ hjá Statens Kartverk í Noregi í heimsókn.… Continue reading Norrænar heimsóknir
Nýtt fréttabréf og ný vefsíða
Landmælingar Íslands hafa opnað nýja vefsíðu sem fjallar um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar áÍslandi og INSPIRE. Þar má m.a. finna tengla í áhugaverðar vefsíður sem tengjast grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og INSPIRE tilskipun ESB. Vefsíðan er á slóðinni http://inspire.lmi.is/. Þá hafa Landmælingar Íslands gefið út fréttabréf um efnið sem lesa má hér.
Samráðsfundur um IS 50V
Þriðjudaginn 31. maí var haldinn kynningafundur á nýjum útgáfum IS 50V gagnagrunnsins. Til fundarins mættu 16 notendur frá 12 stofnunum og fyrirtækjum. Farið var yfir það sem er nýtt í IS 50V 3.0 og 3.1 útgáfunum og framtíðaráætlanir fyrir uppfærslu grunnsins voru kynntar. Að auki voru hugmyndir um vefþjónustur ræddar og farið yfir IST… Continue reading Samráðsfundur um IS 50V