Undanfarin ár hefur verið unnið að gerð nákvæmra landlíkana af jöklum Íslands með lasermælingum úr flugvél. Verkefnið hefur verið unnið undir forystu Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, með stuðningi Landmælinga Íslands og fleiri opinberra stofnana og sjóða. Sambærileg landlíkön af jöklum landsins hafa ekki verið til fram til þessa. Hlutverk Landmælinga Íslands í verkefninu… Continue reading Lasermælingar af jöklum Íslands
Author: Bjarney
Vel heppnaður fundur í Færeyjum
Norrænt samstarf á sviði landupplýsinga er mikilvægt fyrir Landmælingar Íslands en með því skapast m.a. mjög mikilvægur vettvangur til að afla og miðla þekkingu. Til að ræða samstarfið og forgangsraða verkefnum hittast forstjórar og helstu stjórnendur norrænu kortastofnananna einu sinni á ári. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í Þórshöfn í Færeyjum í boði Umhverfisstofunnar… Continue reading Vel heppnaður fundur í Færeyjum
Myndir danskra landmælingamanna aðgengilegar
Í safni Landmælinga Íslands er að finna nokkuð af myndum sem danskir landmælingamenn tóku í upphafi síðustu aldar. Þessar myndir hafa verið gerðar aðgengilegar á vefnum og þar sem staðsetning þeirra og hverjir eru á myndunum er ekki alltaf þekkt geta glöggir lesendur skráð inn þau atriði sem eru áhugaverð. Skoða myndasafn
Hættu að hanga, farðu að ganga
Ganga.is er samstarfsverkefni Ungmennafélag Íslands, Ferðamálastofu og Landmælinga Íslands. Á síðunni er hægt að nálgast upplýsingar um fjölmargar gönguleiðir auk annarra nytsamra upplýsinga fyrir ferðamenn. Á síðunni er einnig að finna upplýsingar um verkefnið „Hættu að hanga, komdu að hjóla, synda eða ganga“. Heimasíða Ganga.is
Laus störf hjá Landmælingum Íslands
Laus eru til umsóknar tvö störf hjá Landmælingum Íslands. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst og ráðið verður í störfin frá og með 1. október 2010. Nánari upplýsingar er að finna hér í pdf skrá.
Gígarnir á Fimmvörðuhálsi nefndir Magni og Móði
Þann 15. júní síðstliðinn lagði starfshópur menntamálaráðherra sem í áttu sæti fulltrúar Örnefnanefndar, Landmælinga Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar til að gígarnir tveir sem mynduðust í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi fengju nöfn sem sótt eru í Ásatrú. Stærri gígurinn fékk nafnið Magni en sá minni nafnið Móði og hraunið sem rann frá þeim heitir nú Goðahraun. Nöfnin… Continue reading Gígarnir á Fimmvörðuhálsi nefndir Magni og Móði
Atvinnuátak fyrir námsmenn
Nýlega fengu Landmælingar Íslands heimild frá Vinnumálastofnun til að ráða tíu námsmenn og/eða atvinnuleitendur til vinnu í sumar. Um er að ræða átak í atvinnumálum námsmanna til að draga úr atvinnuleysi. Fimm námsmenn og einn atvinnuleitandi munu hafa vinnuaðstöðu hjá stofnuninni á Akranesi en auk þess var leitað eftir samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og… Continue reading Atvinnuátak fyrir námsmenn
Ný útgáfa IS 50V
Gagnagrunnurinn IS 50V er nú kominn út í útgáfu 2.3. IS 50V er helsti gagnagrunnur Landmælinga Íslands og er hann notaður í fjöldamörgum verkefnum og söluvörum fyrirtækja á markaði og má þar nefna ja.is, Garmin leiðsögutæki og Íslandsatlas Eddu. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á grunninum frá síðustu útgáfu og má þar m.a. nefna fjölgun örnefna,… Continue reading Ný útgáfa IS 50V
Aðgerðaráætlun gegn akstri utan vega
Umhverfisráðuneytið hefur unnið aðgerðaráætlun gegn akstri utan vega til þriggja ára, undir heitinu Ávallt á vegi. Nánari upplýsingar má finna á vef umhverfisráðuneytisins.
Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2010
Landmælingar Íslands urðu í fimmta sæti í vali á stofnun ársins í flokki minni stofnana og einnig ef miðað er við heildarfjölda og hljóta því sæmdarheitið fyrirmyndarstofnun 2010. SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu stóð nú í fimmta sinn að þessu vali. Könnun var gerð meðal allra starfsmanna stofnunarinnar óháð því í hvaða stéttarfélagi þeir væru. Ljóst er… Continue reading Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2010