Mælt fyrir frumvarpi um grunngerð landupplýsinga

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um grunngerð landupplýsinga á Alþingi síðastliðinn föstudag. Markmið frumvarpsins er að samræma framsetningu landupplýsinga frá hinum ýmsu aðilum, t.d. sveitarfélögum og ríki og viðhalda upplýsingunum í þeim tilgangi að tryggja aðgengi almennings og yfirvalda að þeim. Með því verður meðal annars tryggt að sömu gagnanna verði ekki… Continue reading Mælt fyrir frumvarpi um grunngerð landupplýsinga

Vel heppnað málþing

Þann 29. apríl var haldið málþing í húsnæði OR um sameiginlegt landshnitakerfi fyrir Ísland. Á málþingið mættu 43 aðilar frá stofnunum, verkfræðistofum, fyrirtækjum og bæjar- og sveitarfélögum. Eftir erindin, fór fram umræða um þann vanda sem við glímum við vegna jarðhræringa hér á Íslandi. Fundargestir voru sammála um að til að ná fram sem allra… Continue reading Vel heppnað málþing

Ný og hraðvirkari kortaþjónusta

Opnuð hefur verið einfaldari og hraðvirkari kortaþjónusta fyrir IS 50V gögn, gervitunglamyndir og Atlaskort. Þetta er tilraunaútgáfa sem fyrst um sinn verður sett fram á þennan einfalda hátt en ekki er loku fyrir það skotið að meiri virkni verði bætt við í framhaldinu. Opna kortaþjónustu

Málþing um sameiginlegt landshnitakerfi

Til þess að ræða kosti þess að á Íslandi verði notað eitt sameiginlegt landshnitakerfi er boðað til málþings í samvinnu Landmælinga Íslands og Orkuveitu Reykjavíkurþann 29. apríl kl. 9:00 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, Reykjavík. Ákvarðanir eru að öllu jöfnu teknar á grundvelli upplýsinga s.s.  landupplýsingar og því skipta gæði miklu máli. Við samnýtingu landupplýsinga er… Continue reading Málþing um sameiginlegt landshnitakerfi

Örnefni mánaðarins

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er skemmtileg umfjöllun um örnefni á Fimmvörðuhálsi sem mikið hafa verið í umræðunni að undanförnu. Kíkið endilega í heimsókn þangað. Örnefni mánaðarins

Published
Categorized as Örnefni

Ýmis kortagögn af gossvæðinu

Hjá Landmælingum eru til ýmis kortagögn af gossvæðinu í Eyjafjallajökli. Þau hafa nú verið sett á sérstaka síðu og verður haldið áfram að bæta við eftir því sem gögn verða til.   Gagnasíða um Eyjafjallajökul

Published
Categorized as Fréttir

Útbreiðsla hrauns á Fimmvörðuhálsi

Fyrirtækið Loftmyndir ehf hefur útbúið kortaþjónustu sem sýnir útbreiðslu hraunsins frá eldstöðinni ónefndu á Fimmvörðuhálsi eftir dagsetningum. Skoða hér

Published
Categorized as Fréttir

Ákvörðunarferli varðandi nafngift á nýrri eldstöð

Fréttatilkynning Menntamálaráðherra hefur staðfest að starfshópur á vegum þeirra þriggja opinberu aðila sem hafa með örnefni að gera samkvæmt lögum, Landmælinga Íslands, nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og örnefnanefndar, fari í sameiningu með ákvörðunarvald á nafngift nýrrar eldstöðvar neðan Fimmvörðuháls. Með þessari staðfestingu hefur verið eytt óvissu um hver skuli ákveða nafn á… Continue reading Ákvörðunarferli varðandi nafngift á nýrri eldstöð

Published
Categorized as Örnefni

Þrívíddarlíkan af gossvæðinu

Starfsmenn Landmælinga Íslands hafa lagt myndgögn ofaná landhæðarlíkan og skapað þannig þrívíddarmynd af gossvæðinu á Fimmvörðuhálsi. Smellið á meira til að sjá myndirnar. Einnig má sjá tölvugert flug yfir svæðið hér. Myndirnar eru SPOT5 myndir og landhæðarlíkanið er IS 50V Bláu punktarnir eru skálar en rauði punkturinn sýnir staðsetningu eldgossins.

Published
Categorized as Fréttir

Kort af Eyjafjallajökli

IS 50V gagnagrunnur LMÍ er til margra hluta nytsamlegur, m.a. til að búa til einföld kort. Hér að neðan er hægt að nálgast fjögur mismunandi kort af Eyjafjallajökulssvæðinu á pdf formi.   Eyjafjallajökull stórt án nafna (pdf 6,6 mb) Eyjafjallajökull stórt með nöfnum (pdf 7,6 mb) Fimmvörðuháls án nafna (pdf 4,8 mb) Fimmvörðuháls með nöfnum (pdf 5,1 mb)

Published
Categorized as Fréttir