Landmælingar Íslands buðu helstu notendum IS 50V gagnagrunnsins til morgunverðarfundar þann 18. mars, þar sem fjallað var um þær uppfærslur sem eru á leiðinni í grunninum. Einnig var farið yfir þarfir notenda og óskað eftir ábendingum um það sem betur má fara. Fundurinn var vel sóttur og spunnust gagnlegar umræður. Kynningarnar frá fundinum má sjá… Continue reading Vel heppnaður kynningarfundur um IS 50V
Author: Bjarney
Kort sýnir eldgos í Eyjafjallajökli
Á síðustu vikum og misserum hefur Eyjafjallajökull verið í umræðunni vegna mögulegs eldgoss þar. Hæfist þar eldgos yrði það væntanlega tilkomumikið sjónarspil þar sem kvikan myndi væntanlega koma í snertingu við jökulís. Yrði þá mikil og snögg bráðnun uppi í fjallinu sem gæti leitt til mikils vatnagangs, annað hvort í fjallinu norðan- eða sunnanverðu. Eyjafjallajökull… Continue reading Kort sýnir eldgos í Eyjafjallajökli
Ja.is valinn besti íslenski vefurinn 2009 þar er m.a. notast við IS 50V gögn LMÍ
Ja.is var valinn besti íslenski vefurinn á Íslensku vefverðlaununum sem Samtök vefiðnaðarins stóðu fyrir. Vefurinn vann til verðlauna í þremur flokkum og státar af frábærri kortalausn sem nýtir m.a. IS 50V gögn frá Landmælingum Íslands.
Skipulagsvefsjá í loftið
Skipulagsstofnun hefur opna Skipulagsvefsjá á heimasíðu sinni en þar er um að ræða rafrænt gagnasafn skipulagsáætlana. Markmiðið er að þar verði með tímanum hægt að nálgast allt deili- og aðalskipulag sem samþykkt og staðfest hefur verið. Opna Skipulagsvefsjá
Kynningarfundur um örnefnaskráningu á Akranesi
Næstkomandi fimmtudag, 25. febrúar, munu fulltrúar frá Landmælingum Íslands kynna vinnu sem staðið hefur yfir við skráningu örnefna á Akranesi í samstarfi við Akraneskaupstað. Fundurinn verður haldinn í Tónbergi og hefst kl. 20.00. Á sama fundi verður fjallað um skýrslu sem nefnist Perla Faxaflóa – Bæja- og húsakönnun á Skipaskaga.
Nýtt lagafrumvarp um bætt aðgengi að landupplýsingum
Í frumvarpinu er lagt til að byggð verði upp grunngerð landupplýsinga á vegum stjórnvalda og henni viðhaldið í þeim tilgangi að tryggja aðgengi yfirvalda og almennings að slíkum gögnum á Íslandi. Almenningi er gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvarpsdrögin til og með 24. febrúar næstkomandi. Sjá nánar á vef umhverfisráðuneytisins.
Sveitarfélagaskjár uppfærður
Nú hefur sveitarfélagakortið á sveitarfélagaskjánum verið uppfært með mannfjöldatölum miðað við 1. desember 2009. Sveitarfélög á Íslandi eru 77.
Staða landupplýsinga hjá sveitarfélögum
Landmælingar Íslands létu síðastliðið haust kanna stöðu landupplýsingagagna hjá sveitarfélögum á Íslandi. Könnunin fór fram í aðdraganda innleiðingar INSPIRE tilskipunar ESB um aðgengi og samhæfingu á landfræðilegum gögnum í Evrópu í því skyni að auðvelda aðgengi að og auka notkun landupplýsingagagna í þágu umhverfismála. Sveitarfélögin voru beðin um að svara nokkrum almennum spurningum um notkun landupplýsinga og… Continue reading Staða landupplýsinga hjá sveitarfélögum