6192 athugasemdir bárust

Í lok síðasta árs rann út frestur fyrir aðildalönd að INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins, til að gera athugasemdir við flokkunarlista fyrir viðauka II og III. Alls bárust 6192 athugasemdir frá 160 stofnunum í 20 löndum.

Breytingar á lögum um LMÍ

Með lögum um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar fá Landmælingar Íslands nýtt hlutverk.Breytingar verða á 4 gr. laga um landmælingar og grunnkortagerð en þar bætist við nýr töluliður sem segir: „ Að fara með framkvæmd laga um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar, þ.m.t. að sjá um rekstur, viðhald og tæknilega þróun landupplýsingagáttar.

Lýsigagnaskráningarnámskeið LMÍ 13. des 2011

Þann 13. des 2011 var haldið lýsigagnaskráningarnámskeið í tengslum við Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi. Hér  er að finna krækjur á glærur úr fyrirlestrum námskeiðsins og ítarefni. Hvað er landupplýsingagátt og til hvers er hún Samúel Jón Gunnarsson Hvernig og hvar skráum við lýsigögn  – Aðferðir við skráningu lýsigagna, helstu kostir og gallar. Saulius Prizginas og Anna… Continue reading Lýsigagnaskráningarnámskeið LMÍ 13. des 2011

INSPIRE landupplýsingagáttin

INSPIRE landupplýsingagáttin veitir aðgang að landupplýsingum og landupplýsingaþjónustum þar sem hægt er að skoða og hlaða niður landupplýsingum frá aðildarríkjum Evrópusambandsins. Gáttina er að finna á vefsíðunni: http://www.inspire-geoportal.eu/index.cfm

Fundur með tæknimönnum stofnana

Þann 1. september héldu Landmælingar Íslands fund með tæknimönnum nokkurra stofnana sem eiga gögn tengd viðaukum I og II í INSPIRE tilskipuninni til að bera saman bækur sínar og fá yfirsýn yfir stöðu tæknimála. Á fundinn mættu fulltrúar Landgræðslu Íslands (LÍ), Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), Þjóðskrár Íslands (ÞÍ), Vegagerðarinnar(VG), Umhverfisstofnunar (UST) og Skipulagsstofnunar (SK). Veðurstofa Íslands var að… Continue reading Fundur með tæknimönnum stofnana

INSPIRE ráðstefna í Edinborg 27. júní – 1. júlí 2011

  Evrópuráðstefna INSPIRE er haldin árlega af Joint Research Center stofnun Evrópusambandsins. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Edinborg í Skotlandi, dagana 27. júní – 1. júlí 2011. Yfirskrift ráðstefnunnar var Contributing to smart, sustainable and inclusive growth. Ráðstefnan hefur það markmið að kynna hvað er að gerast í innleiðingu INSPIRE tilskipunarinnar í Evrópu… Continue reading INSPIRE ráðstefna í Edinborg 27. júní – 1. júlí 2011

Álit þitt á skjölum INSPIRE vinnuhópa EU

Eftirfarandi tilkynning barst LMÍ frá skifstofu EFTA (European Free Trade Association). Skrifaðar hafa verið leiðbeinandi reglur (guidelines) fyrir þau gögn sem falla undir viðauka II og III í Inspire tilskipuninni og eru þær opnar almenningi til yfirlestrar. Sjá nánar í bréfi hér á eftir. Dear Colleagues, Please be informed

Aðgengi tryggt að stafrænum landupplýsingum

Lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar nr. 44/2011 voru samþykkt á Alþingi í maí síðastliðnum en með þeim eru grundvallaratriði svokallaðrar INSPIRE-tilskipunar Evrópusambandsins innleidd samkvæmt EES samningnum. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á vegum stjórnvalda ekki síst til að auka aðgengi stjórnvalda sjálfra og almennings að mikilvægum upplýsingum.… Continue reading Aðgengi tryggt að stafrænum landupplýsingum