IS 50V fáanlegt í WGS84.

Sökum mikilla jarðskorpuhreyfinga á Íslandi er mikilvægt að vinna með landfræðileg gögn og mælingagögn af landinu í sem bestri viðmiðun/hnitakerfi. Landshnitakerfið ISN2016 er það sem nákvæmast er hér á landi en borið hefur á því að einhver landupplýsingakerfi hafi ekki enn innleitt ISN2016 í sín kerfi. Fyrir þá notendur hafa Landmælingar Íslands útbúið IS 50V… Continue reading IS 50V fáanlegt í WGS84.

Published
Categorized as Fréttir

Hér var ég

Landmælingar Íslands hafa útbúið skemmtilegt og einfalt kort fyrir börn sem fullorðna þar sem hægt er að fylgjast með hversu víða hefur verið ferðast um landið. Kortið er útbúið með hvítum punktum fyrir flesta þéttbýlisstaði og megin leiðir landsins sem hægt er lita þegar komið hefur verið á staðinn. Ef að staðir eru ekki inni… Continue reading Hér var ég

Published
Categorized as Fréttir

Mýrdalsjökull – hæðarlíkan

Hér kemur hæðarlíkan af af Mýrdalsjökli en undir honum  er eldstöðin Katla, ein af stærstu og virkustu megineldstöðum landsins. Margir eru þeirrar skoðunar að stutt geti verið í Kötlugos en gerist það má telja líklegt að jökulhlaup berist niður á Mýrdalssand og loki þjóðveginum um stund Líkanið sýnir ekki sömu smáatriði hvað landslag varðar og… Continue reading Mýrdalsjökull – hæðarlíkan

Forstjóri Landmælinga Íslands fer tímabundið til annarra starfa

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur sett Magnús Guðmundsson tímabundið í eitt ár sem framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs en Magnús hefur gengt starfi forstjóra Landmælinga Íslands frá árinu 1999. Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður sviðs miðlunar og grunngerðar og staðgengill forsjóra verður starfandi forstjóri  Landmælinga Íslands frá 1. september 2018 í fjarveru Magnúsar.  Eydís hefur starfað hjá Landmælingum… Continue reading Forstjóri Landmælinga Íslands fer tímabundið til annarra starfa

Published
Categorized as Fréttir

Gögn frá morgunverðarfundi um grunngerð landupplýsinga.

Landmælingar Íslands stóðu fyrir morgunverðarfundi um grunngerð landupplýsinga þann 23. maí síðastliðinn á Grand Hótel. Fundurinn var hugsaður fyrir alla sem vinna með landupplýsingar. Þátttaka var mikilvægur liður í samstarfi um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar, en fundurinn var einnig tekin upp og er hægt að horfa á öll erindi og skoða glærur HÉR.

Published
Categorized as Fréttir

Norrænn fundur um staðla á sviði landupplýsinga.

     Landmælingar Íslands taka þátt í samstarfi Norðurlandaþjóðanna þar sem fjallað eru um þróun evrópskra tæknistaðlar á sviði landupplýsinga og ISO TC 211. Verkefni hópsins tengjast einnig á einn eða annan hátt INSPIRE verkefninu, enda byggir það verkefni á samræmdum      aðferðum og stöðlum. Landmælingar Íslands eru einnig virkir þátttakendur samstarfi Norðurlandaþjóðanna sem… Continue reading Norrænn fundur um staðla á sviði landupplýsinga.

Published
Categorized as Fréttir

Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn á Landmælingum Íslands

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra heimsótti Landmælingar Íslands á Akranesi þann 16. maí 2018. Í för með ráðherra frá ráðuneytinu voru Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri, Orri Páll Jóhannsson aðstoðarmaður ráðherra, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir skrifstofustjóri, Kjartan Ingvarsson lögfræðingur og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi. Á fundi með stjórnendum Landmælinga Íslands þeim Magnúsi Guðmundssyni forstjóra, Eydísi Líndal… Continue reading Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn á Landmælingum Íslands

Published
Categorized as Fréttir

Vel sóttur fundur um endurmælingu á landshnitakerfi Íslands

Gestir á fundinum.

Þriðjudaginn 14. nóvember héldu Landmælingar Íslands morgunverðarfund á Grand Hóteli í Reykjavík þar sem kynntar voru niðurstöður endurmælingar á landshnitakerfi Íslands sem fram fór sumarið 2016. Einnig var farið yfir framtíðasýn fyrir landshnitakerfið, innleiðingu á nýrri viðmiðun ISN2016 (e:Datum) og þeim þjónustum sem Landmælingar Íslands stefna að því að bjóða upp á í tengslum við… Continue reading Vel sóttur fundur um endurmælingu á landshnitakerfi Íslands

Íslensk kortagögn – hluti af Evrópu

Í síðasta mánuði urðu Landmælingar Íslands þátttakendur í svokölluðu ELF verkefni (European Location Framework). ELF verkefnið hefur verið í vinnslu undanfarin 3 ár meðal nokkurra Evrópuþjóða og fellst í því að samræma landupplýsingar (kortagögn) af Evrópu í tengslum við INSPIRE tilskipunina. Landmælingar Íslands ásamt Þjóðskrá Íslands eru nú orðnar hluti af verkefninu og munu báðar… Continue reading Íslensk kortagögn – hluti af Evrópu

Landmælingar og óbyggðir.

Á Óbyggðasetri Íslands, sem staðsett er á Egilsstöðum innst í Fljótsdal, hefur sögu dönsku landmælingamannanna, sem störfuðu við kortagerð á Íslandi um aldamótin 1900, verið gerð skil. Landmælingar Íslands hafa unnið í samstarfi við Óbyggðasetrið að landmælingahluta setursins og m.a. lagt til munifrá tímum dönsku mælingamannanna en þeir voru með fyrstu óbyggðaförum á Íslandi þegar… Continue reading Landmælingar og óbyggðir.

Published
Categorized as Fréttir