Landmælingar Íslands hækkuðu sig um 3 sæti í könnun SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, um stofnun ársins 2008, en niðurstöður hennar voru gerðar kunnugar í dag. Landmælingar Íslands urðu í 6 sæti í flokki minni stofnana og einnig í 6. sæti alls. 97 stofnanir tóku þátt í könnuninni. Stofnunin hækkaði sig einnig í einkunn milli ára og verður… Continue reading Landmælingar Íslands ofarlega í vali á stofnun ársins
Author: Gudni
Þekking flutt til Búlgaríu
Landmælingar Íslands aðstoðuðu á dögunum, búlgörsku kortastofnunina Cadastre Agency, við að sækja um í sjóð EES sem stuðla á að uppbyggingu í nýjum löndum Evrópusambandsins. Að verkinu kom einnig norska kortastofnunin Statens Kartverk en sú stofnun hefur mikla reynslu á þessu sviði. Verkefnið gengur út á það að skanna og hnitsetja um 22.000 kort sem… Continue reading Þekking flutt til Búlgaríu
Uppsetning á GNSS jarðstöðvum
Landmælingar Íslands hafa sett upp tvær GNSS (GPS) jarðstöðvar á síðustu vikum. Stöðvar þessar eru á Ísalfirði (gamla Kaupfélagið) og við bæinn Heiðarsel norður af Egilsstöðum. Við uppsetningu á stöðvunum nutu starfsmenn LMÍ margvíslegrar aðstoðar frá heimamönnum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Stöðvanar eru hluti af framtíðar GNSS jarðstöðvaneti Landmælinga Íslands. Hlutverk jarðstöðvanetsins… Continue reading Uppsetning á GNSS jarðstöðvum
Landmælingar og Landbúnaðarháskólinn í samstarf
Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands var haldinn á Hótel Stykkishólmi föstudaginn 11. apríl. Meginefni fundarins að þessu sinni var náttúrufræði með sérstakri áherslu á Snæfellsnes. Á fundinum var undirritaður samstarfssamningur milli Landmælingar Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Markmið samningsins er að stuðla að auknu samstarfi þessara tveggja mikilvægu stofnana sem báðar eru staðsettar á Vesturlandi. Samningurinn fjallar meðal annars… Continue reading Landmælingar og Landbúnaðarháskólinn í samstarf
IS 50V útgáfa 2.1
Nú er útgáfa 2.1 af IS 50V gagnagrunninum komin út. Í útgáfu 2.1 hafa öll lög verið uppfærð nema mannvirki og yfirborð en þau lög verða uppfærð seinna á árinu. Skipting á gagnasettunum er eftirfarandi: Hæðarlínur og punktar Mörk: línur og flákar Samgöngur: línur og flákar Vatnafar: punktar, línur og flákar Örnefni: nöfn Mannvirki: punktar,… Continue reading IS 50V útgáfa 2.1
Landupplýsingar á Alþingi
Á dögunum bar Guðbjartur Hannesson alþingismaður upp fyrirspurn á Alþingi sem hann beindi til umhverfisráðherra. Fyrirspurnin snérist m.a. um aðgang að landupplýsingum fyrir opinbera aðila, innkaup landupplýsinga og hversu miklir fjármunir fara í innkaup opinberra aðila á landfræðilegum gögnum. Svar umhverfisráðherra og spurningar Guðbjarts má lesa á vef Alþingis
Ný göngukort af Vestfjörðum
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefið út fjögur göngukort af suðurhluta Vestfjarða en kortin eru byggð á IS 50V kortagrunni Landmælinga Íslands. Kortin má nýta til skipulagningar gönguferða og hestaferða um byggðir og óbyggðir í þessum landshluta. Fyrstu fjögur kortin ná til sunnanverðra Vestfjarða og Dala og skv. upplýsingum frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða verða þrjú kort til viðbótar gefin út… Continue reading Ný göngukort af Vestfjörðum
Algildar þyngdarmælingar á Íslandi
Landmælingar Íslands standa þessa dagana fyrir algildum þyngdarmælingum (absolute gravity) í samstarfi við Landmælingastofnun Finnlands, FGI (Finnish Geodetic Institute). Mælt verður í 7 mælistöðvum sem mældar voru af Landmælingum Þýskalands (BKG) árið 1997 auk þess sem tveim stöðvum verður bætt við mælinetið. Mælingar á þyngdarhröðun eru ein af grunnstoðum landmælingafræðanna og gefa nauðsynlegar upplýsingar við rannsóknir á breytingum jarðar… Continue reading Algildar þyngdarmælingar á Íslandi
Ný kortavefsjá hjá Námsgagnastofnun
Námsgagnastofnun hefur opnað nýja kortavefsjá á heimasíðu sinni. Á henni eru upplýsingar um ár, eyjar, fjöll, fossa, jökla, vötn, þéttbýli og þjóðgarða á Íslandi. Vefurinn er samstarfsverkefni Námsgagnastofnunar og Landmælingar Íslands. Opna kortavefsjá
Hálendisvegir kortlagðir
Á undanförnum vikum hafa Landmælingar Íslands og Ferðaklúbburinn 4×4 GPS-mælt vegi á hálendi Íslands. Markmið þessa samstarfsverkefnis er að útbúa gagnagrunn um vegi og slóða á hálendi Íslands. Gagnagrunninn verður hægt að nota í margvíslegum tilgangi, ekki síst fyrir umhverfisráðuneytið og sveitarfélög vegna vinnu til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Samstarfið er á þá leið að 4×4 leggja… Continue reading Hálendisvegir kortlagðir