Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörggera samstarfssamning Landmælingar Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa ákveðið með samningi, sem undirritaður var í dag 13. júlí 2007, að efla samstarf sitt til að auka notkun korta og annarra landupplýsinga í starfsemi björgunarsveita á Íslandi. Samstarf þetta er þróunarverkefni í þágu almannaöryggis og er meginmarkmiðið að auka og bæta upplýsingastreymi… Continue reading Betri kort hjá björgunarsveitum
Author: Gudni
Nýr umhverfisráðherra í heimsókn
Í dag kom Þórunn Sveinbjarnardóttir nýskipaður umhverfisráðherra í heimsókn til Landmælinga Íslands og kynnti sér starfsemi stofnunarinnar. Ráðherra heilsaði upp á starfsmenn og kynnti sér þau verkefni sem unnin eru á stofnuninni. Í heimsókninni var ráðherra afhent fyrsta eintak nýs staðals sem ber heitið Fitjuskrá – Skráning og flokkun landupplýsinga og unnið hefur verið að undanfarin ár.
Kortasafn.is – ný vefsíða
Þorvaldur Bragason landfræðingur og upplýsingafræðingur hefur opnað vefsíðuna Kortasafn.is, sem ætlað er vekja athygli á slæmri stöðu safna sem geyma landfræðileg gögn á Íslandi. Kort, loftmyndir, gervitunglagögn, stafræn kortagögn og svæðistengd töluleg gögn eru dreifð um allt samfélagið. Söfnin eru víðast lítt skráð, ósamræmd og skrár eru sjaldnast birtar á Netinu, auk þess sem mörg… Continue reading Kortasafn.is – ný vefsíða
Landmælingar Íslands ein af fyrirmyndarstofnunum SFR 2007
SFR hefur stendur árlega að könnuninni Stofnun ársins en hún er gerð í samstarfi við VR sem hefur staðið fyrir könnun á vinnuskilyrðum og Fyrirtæki ársins meðal félagsmanna sinna í áratug. Um er að ræða stærstu vinnumarkaðskönnun á Íslandi og náði hún til um þrjátíu þúsund starfsmanna bæði hjá opinberum stofnunum og hjá fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði.… Continue reading Landmælingar Íslands ein af fyrirmyndarstofnunum SFR 2007
Samstarf á sviði örnefna
Í dag skrifuðu Landmælingar Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, undir samstarfssamning milli stofnananna. Markmið samningsins er að stofnanirnar vinni sameiginlega að því markmiði að til verði einhlítur gagnagrunnur um íslensk örnefni sem nýtist öllu samfélaginu og að örnefni séu birt með sem réttustum hætti.Sérstök áhersla verður lögð á að samræmis verði gætt… Continue reading Samstarf á sviði örnefna
Fyrsti íslenski staðallinn
Í dag kom út fyrsti íslenski staðallinn á sviði landupplýsinga (ÍST 120:200 Skráning og flokkun landupplýsinga – Fitjuskrá). Markmiðið með útgáfu staðalsins er að koma á samræmdri flokkun gagna í íslenskum landupplýsingakerfum ekki síst til að auka og bæta aðgengi að slíkum upplýsingum. Umsjón með gerð flokkunarlistans var hjá Landmælingum Íslands en verkefnið var… Continue reading Fyrsti íslenski staðallinn
Kortalager LMÍ seldur
Í dag afhentu Landmælingar Íslands, Iðnmennt ses, helstu útgáfugrunna sína en stofnuninni var í nýjum lögum gert að hætta allri kortaútgáfu. Í kjölfar þess var farið í útboð á þessum grunnum og varð fyrirtækið Iðnmennt hlutskarpast en það rekur m.a. öfluga bókaútgáfu undir merkjum IÐNÚ. Iðnmennt keypti eftirfarandi útgáfur LMÍ: Vegaatlas 1:200 000, Ferðakort 1:250… Continue reading Kortalager LMÍ seldur
Landmælingar Íslands selja kortalagerinn
Í lögum um landmælingar og grunnkortagerð sem samþykkt voru á Alþingi þann 3. júní 2006 eru ákvæði um að Landmælingar Íslands skuli hætta sölu og dreifingu á prentuðum kortum og geisladiskum og skal stofnunin selja lager og útgáfuréttindi kortanna. Markmiðið er að draga stofnunina út úr samkeppni við einkafyrirtæki sem stunda kortaútgáfu til þess að… Continue reading Landmælingar Íslands selja kortalagerinn
Landmælingar Íslands hætta sölu prentaðra korta
Þann 1. janúar 2007 tóku gildi ný lög um landmælingar og kortagerð á Íslandi. Í þeim lögum kemur m.a. fram að Landmælingar Íslands skuli hætta sölu prentaðra korta. Vegna þessa hefur kortaverslun á vef LMÍ verið lokað frá og með mánudeginum 25, desember 2006. Nánari upplýsingar um nýja söluaðila koma síðar.
Reitakerfi Íslands
LÍSU-samtökin ásamt Landmælingum Íslands og samstarfsaðilum hafa útbúið samræmt reitakerfi fyrir allt Ísland sem nefnist Reitakerfi Íslands. Í Samráðsnefnd um gerð reitakerfisins sátu, auk aðila frá LÍSU og LMÍ, aðilar frá Landlæknisembætinu, Náttúrfræðistofnun Íslands, Orkustofnun og Umhverfisstofnun. Auk þess fékk hópurinn aðstoð frá Samsýn ehf. Orðanefnd LÍSU var beðin um að koma með tillögu að… Continue reading Reitakerfi Íslands