Ný uppfærsla af IS 50V

Eins og undanfarin ár þá kom út ný uppfærsla af IS 50V gagnagrunninum á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum, mörkum og samgöngum og eru gögnin aðgengileg á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands og eru þau og notkun þeirra að sjálfsögðu gjaldfrjáls. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu, þar… Continue reading Ný uppfærsla af IS 50V

Published
Categorized as Fréttir

Landshnitakerfi Íslands endurmælt sumarið 2016

Í gær hófst formlega endurmæling á grunnstöðvaneti Íslands. en slík endurmæling er nauðsynleg til að viðhalda nákvæmni í landshnitakerfinu sem aflagast vegna mikilla jarðskorpuhreyfinga hér á landi. Landshnitakerfið og viðmiðun þess er grundvöllur annarra landmælinga hér á Íslandi og þar með undirstaða stafrænnar kortagerðar, landfræðilegra upplýsingakerfa, vöktunar og verklegra framkvæmda. Grunnstöðvanetið hefur verið mælt tvisvar… Continue reading Landshnitakerfi Íslands endurmælt sumarið 2016

Published
Categorized as Fréttir

Skýrsla um innleiðingu INSPIRE og yfirlit gagnasetta

Þann 15. maí s.l skiluðu Landmælingar Íslands skýrslu og yfirliti gagnasetta til umhverfisstofnunar Evrópu. Skýrslu sem þessari er skilað á þriggja ára fresti en yfirliti gagnasetta sem búið er að skilgreina að verði INSPIRE tæk gögn, er skilað árlega. Í skýrslunni er fjallað um innleiðingu INSPIRE-tilskipunarinnar á Íslandi á árunum 2013-2016 og þróun nýrrar íslenskrar grunngerðar… Continue reading Skýrsla um innleiðingu INSPIRE og yfirlit gagnasetta

Fréttabréfið Kvarðinn kominn út.

Á þessu ári eru 60 ár liðin frá því að Landmælingar Íslands voru stofnsettar. Þess vegna er fréttabréfið Kvarðinn óvenju veglegur nú í maí 2016. Í þetta sinn var Kvarðinn unninn í góðu samstarfi við starfsfólk á héraðsfréttablaðinu Skessuhorn og er aðalviðfangsefnið sagan og stiklað er á ýmsum verkefnum og því sem framundan er hjá… Continue reading Fréttabréfið Kvarðinn kominn út.

Published
Categorized as Fréttir

Landmælingar Íslands hafa náð öllum Grænu skrefunum

Landmælingar Íslands voru í hópi þeirra stofnana sem tóku þátt í að þróa og innleiða verkefnið Græn skref í ríkisrekstri árið 2014. Verkefninu er skipt niður í fimm skref sem þáttakendur geta innleitt eitt í einu. Nú einu og hálfu ári síðar hafa Landmælingar Íslands lokið við að innleiða öll fimm skrefin og er stofnunin ein… Continue reading Landmælingar Íslands hafa náð öllum Grænu skrefunum

Published
Categorized as Fréttir

Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2016

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2016, sem stéttarfélag SFR stendur að árlega, voru kynntar 12. maí í Silfurbergi í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki. Fyrirmyndarstofnanir fengu viðurkenningu og einnig Hástökkvari ársins. Í flokki meðalstórra stofnana urðu  Landmælingar Íslands í þriðja sæti og eru þar af leiðandi Fyrirmyndarstofnun. Starfsmenn… Continue reading Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2016

Published
Categorized as Fréttir

Afmælisráðstefna og opið hús hjá Landmælingum Íslands 20. maí 2016

Ráðstefna Árið 2016 er alveg sérstakt hjá Landmælingum Íslands vegna þess nú eru 60 ár eru frá því að stofnunin var sett á laggirnar. Að því tilefni verður haldin afmælisráðstefna þann 20. maí kl. 9:00 – 12:00. Ráðstefnan verður haldin í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness. Umfjöllunarefnið á ráðstefnunni er mikilvægi góðra korta og landupplýsinga í… Continue reading Afmælisráðstefna og opið hús hjá Landmælingum Íslands 20. maí 2016

Published
Categorized as Fréttir

Kortasjáin vinsæl

Með samantekt á lykiltölum ársins 2015 kom í ljós að ásóknin í Kortasjána hefur aukist með hverju árinu frá því í maí 2013. Kortasjá LMÍ hefur um nokkurt skeið verið einn vinsælasti hluti vefs Landmælinga Íslands og áhugavert er að sjá að vinsældir hans fara enn vaxandi. Áhugavert er að skoða hvernig notkun kortasjárinnar endurspeglar… Continue reading Kortasjáin vinsæl

Published
Categorized as Fréttir

Ný stefna Landmælinga Íslands 2016-2020

Landmælingar Íslands heyra undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og sinnir stofnunin grunnverkefnum á sviði landmælinga, landupplýsinga, fjarkönnunar og grunngerðar landupplýsinga. Stofnunin gegnir einnig mikilvægu hlutverki við að miðla upplýsingum og gögnum um Ísland.   Á haustmánuðum 2015 unnu allir starfsmenn Landmælinga Íslands að því að endurskoða stefnu stofnunarinnar. Við þá vinnu var byggt á lögum og… Continue reading Ný stefna Landmælinga Íslands 2016-2020

Published
Categorized as Fréttir

Unnið að nýrri Landupplýsingagátt

Um þessar mundir  eru Landmælingar Íslands að skoða nýjan hugbúnað fyrir Landupplýsingagáttina. Núverandi gátt er  byggð á ESRI GeoPortal Server hugbúnaði (http://gatt.lmi.is ). Ætlunin er að ný gátt notist við GeoNetwork 3 en með því verður viðmótið á gáttinni notendavænna og tengingar auðveldari. Ætlunin er að skráningaraðilar lýsigagna muni fá nýtt og notendavænna skráningarviðmót. En… Continue reading Unnið að nýrri Landupplýsingagátt

Published
Categorized as Fréttir