Ný sögusjá þar sem finna má teikningar landmælingardeildar danska herforingjaráðsins.
Author: Gudni
Ný INSPIRE skýrsla og yfirlit
Um miðjan maímánuð var lokið við samantektir um
Ísland á stafræna kortið
Aðgengi að kortum hefur aukist með tilkomu vefsins
Áhugaverðar niðurstöður um INSPIRE innleiðinguna
Af þýðingum og furðunöfnum.
Nú í byrjun árs höfum við hjá LMÍ tekið þýðingu landupplýsingagáttarinnar traustataki og ætlum okkur að vera komin langleiðina með að klára þýðinguna fyrir vormánuði. Ekki er sopið þó í ausuna sé komið er máltæki sem vel á við því vel yfir 3.500 textastrengi þarf að þýða og ekki eru til viðunandi þýðingar á mörgum… Continue reading Af þýðingum og furðunöfnum.
Kraftur í skráningu lýsigagna
Skráning lýsigagna inn í Landupplýsingagáttina hefur gengið vel og virðist vera kominn nokkur kraftur í skráninguna nú í byrjun vetrar. Þegar við kíktum á tölfræðina var skemmtilegt að sjá að yfir 50% skráninga hafa komið inn nú í nóvember og voru þar stórtækastir kollegar okkar hjá Reykjavíkurborg og Orkuveitunni. Alls hafa borist 40 skráningar inn… Continue reading Kraftur í skráningu lýsigagna
Ný fitjuskrá
Ný fitjuskrá hefur bæst við röð fitjuskráa sem eru aðgengilegar hér á heimasíðu LMÍ. Um er að ræða fitjuskrá um vistgerðir og hefur Náttúrufræðistofnun Íslands haft umsjón með efnisinnihaldinu. Eftirfarandi texti er tekin úr fitjuskránni: „Á síðustu árum hefur Náttúrufræðistofnun Íslands unnið að flokkun vistgerða. Alls hafa verið ákvarðaðar 24 vistgerðir á hálendi Íslands og vinna… Continue reading Ný fitjuskrá
Vinnuhópar um vatn og samgöngur
Miðvikudaginn 7. nóvember hittust í fyrsta sinn vinnuhópar vegna landupplýsinga vatnafars og samgangna. Vinnuhóparnir eru hugsaðir sem stuðningur við innleiðingu grunngerðar landupplýsinga á Íslandi ásamt innleiðingu INSPIRE tilskipunar Evrópusambandsins. Á fundinum var samankomi rjómi landupplýsingasérfræðinga þessara þema frá 8 stofnunum og fóru þeir yfir helstu einkenni og eiginleika sinna gagnasetta. Ljóst er allt frá upphafi… Continue reading Vinnuhópar um vatn og samgöngur
Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð
Þann 8 – 11 október síðastliðin fóru þrír starfsmenn Landmælinga Ísland í heimsókn til Skotlands og Norður-Írlands með stuðningi Evrópsambandsins (TAIEX aðstoð). Ferðin var farin til að afla upplýsinga og reynslu við uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á landsvísu. Þrátt fyrir að ýmis mál tengd INSPIRE tilskipuninni hafi verið rædd ítarlega, var mikil áherslan lögð á skipulag… Continue reading Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð
Fréttabréfið Kvarðinn er komið út
Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2012 er komið út. Að venju er þar að finna ýmsan fróðleik um starfsemi Landmælinga Íslands. Fréttabréfið er aðeins gefið út á rafrænu formi.