Glærur frá 3. fundi samræmingarnefndar um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar

Þriðji fundur samræmingarnefndar um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar var haldinn þann 29. febrúar.   Hér má sjá glærur frá þeim fundi: Kynning á grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar –  Eydís Líndal Finnbogadóttir Grunngerðin – Gagnaskipulag LMÍ – Anna Guðrún Ahlbrecht INSPIRE – lýsigögn – Saulius Prizginas

Námskeið um skráningu lýsigagna 21. febrúar 2012

Nú er öðru námskeiði um skráningu lýsigagna samkvæmt kröfum sem INSPIRE gerir lokið. Einnig tengist Grunngerð fyrir stafrænar upplýsingar hér á landi málefninu. Hér fyrir neðan er að finna glærur af námskeiðinu og leiðbeiningar.   Hvað er landupplýsingagátt og til hvers er hún Samúel Jón Gunnarsson Hvernig og hvar skráum við lýsigögn  – Aðferðir við… Continue reading Námskeið um skráningu lýsigagna 21. febrúar 2012

Fyrsta sameiginlega hæðarkerfið fyrir Ísland

Þann 15. desember síðastliðinn stóðu Landmælingar Íslands fyrir kynningarfundi í tilefni þess að nú er að verða til fyrsta sameiginlega hæðarkerfið fyrir allt Ísland. Á fundinum voru kynntar niðurstöður útreikninga vegna nýja hæðarnetsins og hugmyndir um viðhald og frekari mælingar ræddar. Alls sóttu fundinn um 60 manns frá hinum ýmsu stofnunum, sveitarfélögum og verkfræðistofum.  … Continue reading Fyrsta sameiginlega hæðarkerfið fyrir Ísland

Kvarðinn er kominn út

Fréttabréf Landmælinga Íslands, Kvarðinn, er kominn út. Fréttabréfið hefur verið við lýði frá árinu 1999 og hefur verið mikilvægur tengiliður stofnunarinnar við samfélagið.  Héðan í frá mun fréttabréfið vera rafrænt og koma út fjórum sinnum á ári. Starfsmenn stofnunarinnar sjá alfarið um efnistök og uppsetningu fréttabréfsins.   

Published
Categorized as Fréttir

SPOT-5 gervitunglamyndir af Bakkafjöru

Frá árinu 2002 hafa Landmælingar Íslands staðið fyrir sameiginlegum kaupum innlendra stofnana á SPOT-5 gervitunglamyndum af Íslandi. Þessar SPOT-myndir eru nú orðnar yfir 80 talsins og þekja allt landið, en haldið er áfram að uppfæra safnið með kaupum á nokkrum myndum árlega, einkum af þeim stöðum þar sem landbreytingar eða breytingar á landnotkun hafa orðið.  Nú… Continue reading SPOT-5 gervitunglamyndir af Bakkafjöru

Uppbygging sameiginlegs hæðarkerfis fyrir Ísland

Í tilefni af því að nú er að verða til fyrsta sameiginlega hæðarkerfið fyrir Ísland bjóða Landmælingar Íslands til kynningarfundar þriðjudaginn 15. desember kl. 9:00 í salnum Háteigi á Grand Hóteli. Þar munu verða haldin erindi um nýja hæðarkerfið og eru fyrirlesarar Jaakko Mäkinen FGI (The Finnish Geodetic Institute), Jón Helgason Vegagerðinni, og Guðmundur Valsson… Continue reading Uppbygging sameiginlegs hæðarkerfis fyrir Ísland

Kortlagningu landgerða á Íslandi lokið

Byggingarsvæði stækkuðu um 1059% á árunum 2000 til 2006 og jöklar minnkuðu um 1,62%.  Þetta er meðal þess sem lesa má út úr upplýsingum sem Landmælingar Íslands hafa tekið saman og sett á vef sem sýnir yfirborð og landgerðir á Íslandi. Gögnin verða nýtt til þess að fylgjast með breytingum á landnotkun auk þess sem þau… Continue reading Kortlagningu landgerða á Íslandi lokið

Published
Categorized as Corine

Umhverfisþing og ný skýrsla um stöðu umhverfismála

Umhverfisráðherra boðar til VI. Umhverfisþings dagana 9.-10. október 2009. Þingið fer fram á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Sjálfbær þróun verður aðalumfjöllunarefni þingsins að þessu sinni. Kynntar verða tillögur að nýjum áherslum stjórnvalda á sviði sjálfbærrar þróunar næstu árin. Einnig verður kynnt ný skýrsla umhverfisráðherra um stöðu og þróun umhverfismála.  Að gerð skýrslunnar komu starfsmenn Landmælinga Íslands og… Continue reading Umhverfisþing og ný skýrsla um stöðu umhverfismála

Published
Categorized as Fréttir

Ársþing Eurogeographics 2009

Eurogeographics eru samtök korta-og fasteignastofnana í Evrópu og eru 52 stofnanir frá 43 löndum Evrópu þátttakendur. Ársþing samtakanna var haldið í borginni Vilnius í Litháen dagana 20.-23. september 2009. Tveir fulltrúar Landmælinga Íslands sóttu fundinn auk eins fulltrúa frá Fasteignaskrá Íslands en báðar stofnanirnar hafa verið í EuroGeographics um árabil. Fundurinn var vel skipulagður og… Continue reading Ársþing Eurogeographics 2009