Norrænt samstarf á sviði landupplýsinga er okkur Íslendingum mikilvægt. Til að marka stefnuna og forgangsraða verkefnum hittast helstu stjórnendur norrænu kortastofnananna einu sinni á ári. Að þessu sinni var fundurinn haldinn á Akureyri dagana 30. ágúst – 2. september 2009. Landmælingar Íslands og Fasteignaskrá Íslands buðu sameiginlega til fundarins að þessu sinni og tóku þátt… Continue reading Stjórnendur norrænna kortastofnana funduðu á Akureyri
Author: Gudni
Landmælingar Íslands mæla vegi og slóða á hálendinu
Á hverju ári síðan 1999 hafa Landmælingar Íslands staðið að GPS mælingum vega og slóða á Íslandi meðal annars í náinni samvinnu við Vegagerðina. Undanfarin ár hafa Landmælingar Íslands í samráði við umhverfisráðuneytið lagt áherslu á mælingar á miðhálendi landsins. Í byrjun júlí 2009 hófu Landmælingar Íslands GPS mælingar á vegum og slóðum á hálendi… Continue reading Landmælingar Íslands mæla vegi og slóða á hálendinu
Nýr umhverfisráðherra í heimsókn
Þann 8. júní kom Svandís Svavarsdóttir nýskipaður umhverfisráðherra í heimsókn til Landmælinga Íslands og kynnti sér starfsemi stofnunarinnar. Ráðherra átti fund með Magnúsi Guðmundssyni forstjóra Landmælinga Íslands, heilsaði upp á starfsmenn og kynnti sér þau verkefni sem unnin eru á stofnuninni. Umhverfisráðherra hefur heimsótt aðrar stofnanir umhverfisráðuneytisins á undanförnum dögum. Hún hefur nýtt heimsóknirnar til… Continue reading Nýr umhverfisráðherra í heimsókn
Skandinavískt staðlasamstarf
Eitt af föstum verkefnum Landmælinga Íslands er innleiðing og þróun staðla á sviði landupplýsinga. Stofnunin tekur þátt í samstarfi Norðurlandaþjóðanna, þar sem fjallað er um þróun ISO TC 211 staðlanna en það eru evrópskir tæknistaðlar á sviði landupplýsinga. Í byrjun mánaðarins fór fram árlegur samstarfsfundur norræna staðlahópsins og fór hann í þetta skipti fram hér… Continue reading Skandinavískt staðlasamstarf
Ársskýrsla 2008
Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2008 er komin út. Í ársskýrslunni er að finna ársreikninga stofnunarinnar auk þess sem upplýsingar eru um það helsta sem gert var á stofnuninni á árinu 2008. Myndin sem prýðir forsíðu skýrslunnar að þessu sinni er mósaík af Íslandi, samsett úr gervitunglamyndum teknum úr SPOT 5 gervitungli á árunum 2002-2007. Hér er hægt að lesa skýrsluna… Continue reading Ársskýrsla 2008
Stjórn Eurogeographics fundar á Íslandi
Í apríl fundaði stjórn Eurogeographics hér á landi en Eurogeographics eru samtök 52 evrópskra kortastofnana frá 43 löndum. Samtakanna bíða mörg krefjandi samræmingarverkefni um þessar mundir, s.s. INSPIRE, GMES og ESDIN en Eurogeographics sjá einnig um að gera aðgengilega samræmda kortagrunna af álfunni. Þar má nefna stjórnsýslumarkagrunn, hæðarlíkan og örnefnagrunn. Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga íslands hefur… Continue reading Stjórn Eurogeographics fundar á Íslandi
Kjördæmakort til útprentunar (pdf)
Örnefni af Akranesi á kortið
Akraneskaupstaður og Landmælingar Íslands vinna að skráningu örnefna Landmælingar Íslands og Akraneskaupstaður hafa ákveðið að vinna að söfnun og skráningu örnefna í bæjarlandi Akraness. Samstarf þetta er þróunarverkefni til að tryggja að upplýsingar um örnefni tapist ekki og til að miðla upplýsingum um þau til samfélagsins. Báðir aðilar munu standa að söfnun heimilda um staðsetningu og… Continue reading Örnefni af Akranesi á kortið
Samvinna eykur gæði landupplýsinga á Íslandi
Landmælingar Íslands og Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar skrifuðu nýlega undir samstarfssamning á sviði landupplýsinga.Markmið samningsins er að tryggja samstarf á sviði landfræðilegra gagna, nýta sérfræðiþekkingu starfsmanna, auka upplýsingamiðlun og samnýta landfræðileg gögn til að geta aukið gæði gagna og komið í veg fyrir tvíverknað. Landupplýsingadeild Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar hefur um árabil verið í fararbroddi hér á landi… Continue reading Samvinna eykur gæði landupplýsinga á Íslandi
Aukinn kraftur í örnefnaskráningu
Landmælingar Íslands hafa samið við Loftmyndir ehf um aðgang að myndkortum fyrirtækisins til nota við staðsetningu örnefna. Þá hefur í samvinnu við fyrirtækið verið þróuð kortasjá sem gerir starfsmönnum Landmælinga Íslands og örnefnasviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, kleift að staðsetja örnefni og leiðrétta. Samstarf milli þessara tveggja stofnana og þessi nýja veflausn mun án… Continue reading Aukinn kraftur í örnefnaskráningu