Landmælingar Íslands varðveita mikið af heimildum um legu marka sveitarfélaga á Íslandi. Mörkin hafa talsvert breyst á undanförnum áratugum, aðallega vegna sameiningar sveitarfélaga. Því er sumstaðar um að ræða heimildir um mörk sem ekki eru lengur notuð. Til þess að auðvelda aðgengi að þessum gögnum hafa þau verið skönnuð og gerð aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar.… Continue reading Bylting í aðgengi að heimildum um sveitarfélagamörk
Author: Gudni
Mikil aðsókn að opnu húsi
Fimmtudaginn 8. janúar 2009 voru 10 ár liðin frá því Landmælingar Íslands fluttu á Akranes. Af því tilefni var stofnunin með opið hús þar sem starfsmenn kynntu þau verkefni sem unnið er að. Alls komu um 400 manns í heimsókn, skoðuðu sig um og gæddu sér á kaffi og kleinum sem boðið var uppá í… Continue reading Mikil aðsókn að opnu húsi
Vinningshafi getraunarinnar fundinn
Mikil þátttaka var í verðlaunagetrauninni á opnu húsi í dag en alls skiluðu 140 manns inn svörum. Guðbjartur Hannesson þingmaður dró úr kassanum nafn Björns Guðmundssonar á Akranesi. Við óskum Birni til hamingju með nýja GPS tækið með Íslandskortunum sem að stórum hluta eru unnin úr IS 50V gögnum Landmælinga Íslands en Garmin tækin eru seld… Continue reading Vinningshafi getraunarinnar fundinn
Opið hús hjá Landmælingum Íslands 8. janúar
Í tilefni af því að 10 ár eru frá því að Landmælingar Íslands fluttu á Akranes er Akurnesingum og landsmönnum öllum boðið í heimsókn til Landmælinga Íslands að Stillholti 16-18 á milli kl. 14 og 19, fimmtudaginn 8. janúar. Starfsmenn stofnunarinnar verða á staðnum til að fræða gesti um starfsemina, Þórunn Sveinbjarnadóttir umhverfisráðherra kemur í heimsókn,… Continue reading Opið hús hjá Landmælingum Íslands 8. janúar
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Starfsfólk Landmælinga Íslands óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á árinu 2009.
Greinargerð og tillögur um innleiðingu INSPIRE á Íslandi
Þann 15. maí 2007 tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun um notkun og miðlun landupplýsinga sem nefnist INSPIRE (http://www.ec-gis.org/inspire). Markmið tilskipunarinnar er að samræma og samnýta opinberar landupplýsingar, einkum í þágu umhverfismála. Eitt af lykilatriðum tilskipunarinnar er átak við aðgera opinberar landupplýsingar aðgengilegar á netinu til hagsbóta fyrir allt samfélagið. INSPIRE mun taka gildi á Íslandi… Continue reading Greinargerð og tillögur um innleiðingu INSPIRE á Íslandi
Hliðarhreyfing lands varð mun meiri en áður var talið
Þó svo við byggjumst við talsverðum hreyfingum á landinu, áttum við ekki von á þessu stökki,“ segir Guðmundur Valsson mælingaverkfræðingur hjá Landmælingum Íslands en komnar eru lokaniðurstöður úr mæliátaki sem LMÍ og Vegagerðin stóðu fyrir og fram fóru á Suðvesturlandi dagana 6.-16. október. Þar komu fram gríðarlegar afleiðingar Suðurlandsskjálftanna í maí, sem sýna meðal annars allt… Continue reading Hliðarhreyfing lands varð mun meiri en áður var talið
Vel heppnaður vinnudagur
Hvað ber framtíðin í skauti sér ? Föstudaginn 24. október síðastliðinn fór allt starfslið Landmælinga Íslands upp á Hótel Glym í Hvalfirði þar sem skipulagður hafði verið sameiginlegur vinnudagur. Meginverkefnið var að ræða möguleg tækifæri og breytingar sem framundan eru í starfsemi Landmælinga Íslands s.s. vegna breyttra krafna, tæknibreytinga og breyttra ytri aðstæðna í þjóðfélaginu.… Continue reading Vel heppnaður vinnudagur
Landupplýsingar 2008
Þann 22. október var ráðstefnan Landupplýsingar 2008 haldin á vegum LÍSU samtakanna. Starfsmenn Landmælinga Íslands kynntu þar m.a. nokkur verkefni sem unnið er að á stofnuninni um þessar mundir. Kolbeinn Árnason kynnti niðurstöður CORINE landflokkunarinnar (ppt 4,4 mb), Guðmundur Valsson ræddi um hvernig leysa megi aflögun á viðmiðunum og Eydís Líndal Finnbogadóttir og Gunnar H.… Continue reading Landupplýsingar 2008
Ársþingi Eurogeographics lokið í Rúmeníu
Á 8. árþingi Eurogeographics sem haldið var í borginni Sibiu í Rúmeníu á dögunum var Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, endurkjörinn forseti samtakanna. Að þessu sinni var aðal umræðuefni ársþingsins, hvernig best sé að uppfylla væntingar í samfélögum þar sem landfræðilegar upplýsingar eru í auknu mæli notaðar í ákvarðanatöku, viðskiptum og tómstundum. „Landfræðilegar upplýsingar segja… Continue reading Ársþingi Eurogeographics lokið í Rúmeníu