Undanfarið hafa nokkrir sérfræðingar tjáð sig um mikilvægi góðra korta í fréttatímum Ríkisútvarpsins. Landmælingar Íslands fagna umræðu um þessi mál enda eru sífellt gerðar auknar kröfur á þessu sviði um allan heim. Um leið er því vísað á bug að stofnunin sinni ekki hlutverki sínu þó ávallt megi gera betur í landi þar sem náttúran… Continue reading Umfjöllun um gæði landakorta
Author: Gudni
Landmælingar og loftslagsbreytingar
Dagana 25.-28. ágúst 2008 halda Landmælingar Íslands norrænan sumarskóla fyrir landmælingamenn að Nesjavöllum. Skólinn er haldinn í samvinnu við norræna landmælingaráðið og er meginþemað að þessu sinni „landmælingar og loftslagsbreytingar“. Um 50 norrænir sérfræðingar í landmælingum taka þátt í skólanum, þar af 11 fyrirlesarar auk gestafyrirlesara frá Bandaríkjunum. Umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir setti skólann við upphaf hans… Continue reading Landmælingar og loftslagsbreytingar
Ganga.is opnar endurbættan vef
Vert er að vekja athygli á vefnum ganga.is en þar hafa miklar endurbætur átt sér stað að undanförnu. Landmælingar Íslands eru meðal samstarfsaðila verkefnisins og leggja til þess landfræðileg grunngögn. Heimasíða ganga.is
Ísbirnir eða snjóskaflar?
Á dögunum fór fram leit að ísbjörnum í Hælavík eftir að hópur fólks taldi sig sjá tvo ísbirni við Hvannadalsvatn. Eða eins og kemur fram á bloggi eins leiðangursmanna“ Sáum þessa tvo sakleysislegu depla, eins og tvo snjóskafla, skoðuðum þá í kíki og spekúleruðum hvað þetta væru sérstakir skaflar, næstum því eins og sofandi ísbirnir. Svo gengum við á… Continue reading Ísbirnir eða snjóskaflar?
Reglugerð um ISN2004
Umhverfisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð til notkunar við landmælingar og kortagerð þar sem sett er ný viðmiðun fyrir Ísland, svokölluð ISN2004. Reglugerðin er sett með heimild í lögum um landmælingar og grunnkortagerð nr. 103/2006. Nýja reglugerðin byggir á útreikningum á grundvelli endurmælinga landshnitakerfis Íslands sem fram fór sumarið 2004 undir forystu Landmælinga Íslands í… Continue reading Reglugerð um ISN2004
Nýr gagnasamningur Landmælinga og Orkustofnunar
Landmælingar Íslands og Orkustofnun hafa endurnýjað samning um samstarf, sem tekur við af eldri samstarfssamningi frá árinu 2000. Markmið samningsins er að tryggja samstarf stofnananna á sviði landfræðilegra gagnamála, nýta sérfræðiþekkingu, auka upplýsingamiðlun og samnýta landfræðileg gögn, meðal annars til að geta aukið gæði gagna og komið í veg fyrir tvíverknað. Samningurinn nær til öflunar, skráningar… Continue reading Nýr gagnasamningur Landmælinga og Orkustofnunar
Landmælingar og loftslagsbreytingar
Norræni sumarskólinn á Íslandi 25.-28. ágúst 2008 Dagana 25.-28. ágúst 2008 munu Landmælingar Íslands fyrir hönd Nordiska Kommissionen för Geodesi halda Norræna sumarskólann fyrir landmælingamenn hér á landi að Nesjavöllum við Hengil. Meginþemað verður „Landmælingar og loftslagsbreytingar“ (e: Geodesy and global warming). Um 50 norrænir sérfræðingar í landmælingum munu taka þátt í skólanum. Þar verða… Continue reading Landmælingar og loftslagsbreytingar
Ratsjármyndir af jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi
Fjórum dögum eftir jarðskjálftann mikla á Suðurlandi 29. maí náði ENVISAT gervitunglið ratsjármynd af skjálftasvæðinu. Nú hefur Jarðvísindastofnun Háskólans birt interferometry-mynd sem sýnir hreyfingu skjálftans en skjálftinn mældist 6.3 á Richter skala. Myndir af þessu tagi eru eins og olíubrák á vatni og þar sem mynstrið brotnar upp og stutt verður á milli bylgjulengda litrófsins hafa… Continue reading Ratsjármyndir af jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi
Landmælingar Íslands mæla færslur á landi vegna jarðskjálftans
Í jarðskjálftanum sem varð í gær með upptök nálægt Selfossi og Hveragerði urðu miklar hreyfingar á jarðskorpunni. Sjónarvottar töluðu um að þeir hafi hreinlega séð landslagið ganga í öldum. Landmælingar Íslands bera ábyrgð á rekstri og viðhaldi svokallaðs landshnitakerfis sem byggt er upp með mörgum mælipunktum um allt land og hafa þekkta staðsetningu með nákvæmni sem mæld… Continue reading Landmælingar Íslands mæla færslur á landi vegna jarðskjálftans
Forstjórar norrænna kortastofnana í heimsókn
Dagana 19. og 20. maí funduðu forstjórar norrænu kortastofnananna hér á Íslandi. Fundirnir eru haldnir til að styrkja tengsl stofnananna og taka stöðu á þeim fjölmörgu verkefnum set stofnanirnar vinna í sameiningu að. Landmælingar Íslands njóta mjög góðs af þessu samstarfi og hefur það skilað sér á ýmsan hátt, s.s. í kortaútgáfu, landmælingum og við uppbyggingu landfræðilegra… Continue reading Forstjórar norrænna kortastofnana í heimsókn