Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2020 er komið út. Að venju kennir þar ýmissa grasa og er meðal annars sagt frá verkefnum sem eru framundan hjá Landmælingum Íslands, loftmyndum, sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga, uppfærðum gögnum í IS 50V og fleiru. Kvarðinn er eingöngu gefinn út á rafrænu formi.
Author: jensina
Ný DORIS stöð við mælingahúsið á Höfn
Í síðustu viku var sett upp ný DORIS (Doppler Orbitography and Radiopositioning Integrated by Satellite) mælistöð við mælingahús Landmælinga Íslands á Höfn í Hornafirði. Verkefnið er samstarfsverkefni Landmælinga Íslands og IGN (Institut national de l’information géographique et forestière) í Frakklandi. IGN á og rekur búnaðinn en Landmælingar Íslands útvega aðstöðu og þjónustar búnaðinn eftir þörfum.… Continue reading Ný DORIS stöð við mælingahúsið á Höfn
Nýjar útgáfur af ÍslandsDEM hæðarlíkaninu
Nú er liðið u.þ.b. hálft ár síðan ÍslandsDEM hæðarlíkan LMÍ var gefið út. Hæðarlíkanið hefur verið mjög vinsælt og notað af mörgum enda er nákvæmni þess slík að það hentar í mörg verkefni. Hægt er að skoða hæðarlíkanið og hlaða því niður á http://atlas.lmi.is/mapview/?application=DEM og er þá smellt á Gögn – Sækja gögn, smelltu á… Continue reading Nýjar útgáfur af ÍslandsDEM hæðarlíkaninu
Þarftu að varpa hnitum?
Það færist í aukana að unnið sé með hnit til að gefa upp staðsetningar. Þannig eru fylgja hnit oft upplýsingum um fallega ferðamannastaði eða veiðstaði villtra dýra þó almenningur vinni líklega oftast með hnit í tengslum við jarðir, lóðir eða einhverjar framkvæmdir. Þessi hnit geta verið á ýmsu formi þó öll eigi þau það sameiginlegt… Continue reading Þarftu að varpa hnitum?
Starfrænt gagnaþon fyrir umhverfið
Gagnaþon fyrir umhverfið er nýsköpunarkeppni, opin öllum. Tilgangur keppninnar er að vekja athygli á gögnum ríkisins, en einnig að virkja almenning í að koma með sniðugar lausnir í umhverfismálum, efla tengslanet þátttakenda og ýta undir nýsköpun í samræmi við Nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Svokallað hakkaþon verðu haldið á vegum fjármálaráðuneytisins 12. – 19. ágúst og er… Continue reading Starfrænt gagnaþon fyrir umhverfið
Að nota ISN2016 í QGIS
Mest notuðu landupplýsingakerfin á Íslandi eru ArcGIS og QGIS. Sem stendur er ISN 2016 landshnitakerfið ekki orðið hluti af QGIS og því hafa starfsmenn Landmælinga Íslands útbúið skriftur fyrir Windows og Linux stýrikerfin til að setja ISN2016 inn í QGIS (útgáfur 3 ). Leiðbeiningar og aðgangur að skriftunum er að finna á leiðbeiningasíðu Landmælinga Íslands,… Continue reading Að nota ISN2016 í QGIS
Meiri fjarvinna, minni samgöngur
Frá árinu 2014 hafa Landmælingar Íslands unnið markvisst að umhverfismálum, meðal annars með innleiðingu Grænna skrefa. Þannig hefur verið dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum í starfseminni auk þess sem leiðin hefur eflt umhverfisvitund starfsmanna. Um alllangt skeið hefur starfsfólki Landmælinga Íslands staðið til boða að vinna fjarri vinnustaðnum einn dag í viku en eftir reynslu starfsmanna… Continue reading Meiri fjarvinna, minni samgöngur
Ertu að fara í frí? – Ekki ruglast á Laxánum
Áður en þú ferð í ferðalag er gott fyrir þig að huga vel að undirbúningi til að tíminn í fríinu nýtist sem best. Vissirðu til dæmis að í örnefnagrunni Landmælinga Íslands eru 25 Laxár? Það er eins gott að vita hvar maður á pantað í veiði. Það gæti líka verið gaman að ganga á eins… Continue reading Ertu að fara í frí? – Ekki ruglast á Laxánum
Ný útgáfa af vinsælasta kortagrunni LMÍ
Frá því fyrsta útgáfa IS 50V kortagrunnsins kom út árið 2004 hefur hann verið uppfærður reglulega og að öllu jöfnu hafa komið út tvær uppfærslur af honum á ári. Kortagrunnurinn er notaður víðsvegar í samfélaginu og því mikilvægt að halda honum eins réttum og nákvæmum og kostur er. Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa IS… Continue reading Ný útgáfa af vinsælasta kortagrunni LMÍ
Skaftafell og fleiri staðir lyftast upp
Starfsfólk Landmælinga Íslands hefur gefið kortum Vatnajökulsþjóðgarðs upplyftingu http://atlas.lmi.is/kort/heinaberg_2/ en nú er hægt að skoða öll kort þjóðgarðsins í þrívídd og eru þau aðgengileg á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Þessi framsetning á kortunum er unnin í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarðinn og er tilgangurinn að auðvelda fólki að sjá fyrir sér landslagið sem kortin ná yfir. Þar sem Íslendingar… Continue reading Skaftafell og fleiri staðir lyftast upp