Í gær, 25. maí 2018 undirrituðu forstöðumenn stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins yfirlýsingu um að setja loftslagsmarkmið fyrir stofnanirnar. Munu markmiðin miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og að starfsemi stofnananna verði kolefnishlutlaus. Í yfirlýsingunni kemur fram að stofnanirnar muni kortleggja losun frá starfsemi sinni, setja markmið um samdrátt í losun og birta árlega skýrslu um… Continue reading Forstöðumenn undirrita yfirlýsingu um loftslagsmarkmið stofnana
Author: jensina
Fréttabréfið Kvarðinn komið út
Annað tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands á árinu 2018, er komið út. Þar er meðal annars sagt frá heimsókn umhvefis- og auðlindaráðherra til Landmælinga Íslands, nýjum hæðargögnum fyrir Ísland, samevrópskum kortagerðarverkefnum ásamt fleiru.
Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2018
Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2018, sem SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og fjármála- og efnahagsráðuneytið standa fyrir, voru kynntar við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica hótelinu þann 9. maí. Í flokki meðalstórra stofnana voru Landmælingar Íslands í 5. sæti og raða sér þar með meðal fyrirmyndarstofnana árið 2018. Könnunin er ein viðamesta könnun á… Continue reading Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2018
Morgunverðarfundur um grunngerð landupplýsinga
Smellið á myndina til að stækka hana.
Ómetanlegar loftmyndir í safni Landmælinga Íslands
Þann 3. maí 2018 kom út skýrsla íslenskra vísindamanna um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Í frétt RUV með skýrslunni er birt hreyfimynd sem sýnir minnkun á tungu Hoffelsjökuls og hvernig yfirborð hans hefur lækkað á 35 ára tímabili. Við gerð hreyfimyndarinnar er notuð loftmynd úr loftmyndasafni Landmælinga Íslands frá árinu 1982. Loftmyndasafn Landmælinga Íslands… Continue reading Ómetanlegar loftmyndir í safni Landmælinga Íslands
Starfsfólk LMÍ „plokkar“
Í tilefni af Degi jarðar þann 22. apríl síðastliðnn ákvað starfsfólk Landmælinga Íslands að sýna umhverfisábyrgð í verki og verja um það bil hálftíma í að týna rusl eða „plokka“ í nærumhverfinu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem Guðni Hannesson tók, þarf ekki langan tíma til að stuðla að bættu umhverfi um leið… Continue reading Starfsfólk LMÍ „plokkar“
Uppfærslur í Evrópugagnagrunnum
Uppfærslur fyrir árið 2017 á EuroBoundaryMap og EuroRegionalMap eru nú komnar á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands auk þess sem lýsigögn hafa verið uppfærð í lýsigagnagáttinni. Í EuroBoundaryMap sem er í mælikvarða 1:100 000 eru stjórnsýslumörk og mannfjöldatölur uppfærðar árlega. Í EuroRegionalMap sem er í mælikvarða 1:250 000 er allur gagnagrunnurinn uppfærður á tveggja ára fresti og… Continue reading Uppfærslur í Evrópugagnagrunnum
Staðkunnugir eru mjög mikilvægir við skráningu örnefna
Stuttu fyrir páska sendu starfsmenn Landmælinga Íslands 32 pakka með útprentuðum loftmyndum og örnefnalýsingum til skráningaraðila örnefna víðsvegar á landinu. Þessir aðilar hafa sýnt áhuga á að skrá örnefni jarða sinna í örnefnagrunn. Örnefnin birtast síðan í Örnefnasjá stofnunarinnar. Hjá Landmælingum Íslands fer fram mikil vinna við söfnun og skráningu örnefna og hefur svo verið… Continue reading Staðkunnugir eru mjög mikilvægir við skráningu örnefna
Herdubreið – ArcticDEM landhæðarlíkan
Herðubreið er með tignarlegri fjöllum, formfagurt og gnæfir meira en ellefu hundruð metra yfir umhverfi sitt á hálendinu. Þetta fjall varð fyrir valinu við gerð nýrra hæðgargagna hjá Landmælingum Íslands, þ.e. vinnslu ArcticDEM hæðargagna frá Polar Geospatial Center (PGC) í Bandaríkjunum. Sú stofnun fær m.a. stuðning frá NSF (National Science Foundation). Gögnin eru unnin með… Continue reading Herdubreið – ArcticDEM landhæðarlíkan
Örnefna- og söguganga á Írskum vetrardögum
Írskir vetrardagar hefjast á Akranesi í dag 14. mars. Meðal dagskrárliða er örnefna- og söguganga sem Eydís L. Finnbogadóttir, Guðni Hannesson og Rannveig L. Benediktsdóttir starfsmenn Landmælinga Íslands mun leiða. Gangan, sem verður á morgun fimmtudaginn 15. mars kl. 17:30, hefst á Akratorgi og genginn verður um tveggja km hringur á Neðri-Skaga. Gert er ráð fyrir… Continue reading Örnefna- og söguganga á Írskum vetrardögum