Frá því í byrjun árs 2013 hafa Landmælingar Íslands unnið að innleiðingu á jafnlaunakerfi samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012, en stofnunin hlaut síðar á árinu jafnlaunavottun VR. Markmið jafnlaunastaðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á launajafnrétti kynja og tryggja fagleg vinnubrögð í þeim efnum. Í kjölfar jafnréttisþings í nóvember árið 2013 bauðst Landmælingum Íslands að… Continue reading Viðurkenning fyrir innleiðingu á jafnlaunastaðli
Author: jensina
ArcticDEM landhæðarlíkan af Íslandi
Á síðustu árum hefur gögnum verið aflað fyrir nýtt landhæðarlíkan á norðurhveli jarðar, norðan við 60°N, þar með talið af Íslandi. Almennt er það nefnt Arctic-landhæðaríkan (e. ArcticDEM) og er unnið af Bandaríkjamönnum. Vinnan fer fram við Polar Geospatial Center (PGC) sem er innan veggja Minnesota háskóla. Líkanið er unnið úr gervitunglamyndum og eru notuð… Continue reading ArcticDEM landhæðarlíkan af Íslandi
Fyrirlestur um landupplýsingar á UTmessunni 2018
Á UTmessunni sem haldin var í Hörpu föstudaginn 2. febrúar síðastliðinn flutti Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður hjá Landmælingum Íslands, fyrirlestur um landupplýsingar og aðgengi að þeim. Fyrirlesturinn vann hún í samvinnu við Hafliða S. Magnússon, verkefnisstjóra tölvukerfis hjá stofnuninni og nefndist hann Landupplýsingar upp úr skúffunni í ákvarðanaferli. Meðal þess sem Eydís ræddi um voru… Continue reading Fyrirlestur um landupplýsingar á UTmessunni 2018
Samráðsfundur Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands
Dagana 29. – 30. janúar síðastliðinn hittust fulltrúar Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands á fundi á Akureyri til að ræða samstarf og miðlun þekkingar og gagna á milli stofnananna. Báðar stofnanir sinna mikilvægum verkefnum fyrir samfélagið þar sem landmælingar, kortagerð og ýmsar landupplýsingar koma við sögu og því mikilvægt að vinna þétt sama. Fundurinn gekk… Continue reading Samráðsfundur Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands
Af Klofalækjarkjafti og fleiri örnefnum
Starfsmenn örnefnamála hjá Landmælingum Íslands skemmtu sér vel í gær þegar frétt um örnefni var ein mest lesna frétt dagsins á mbl.is Í fréttinni voru til umræðu nokkur löng og um margt sérstök örnefni á Íslandi sem fengin höfðu verið af reddit.com vefnum. Í örnefnagrunni Landmælinga Íslands er að finna umrædd örnefni ásamt ríflega 100.000… Continue reading Af Klofalækjarkjafti og fleiri örnefnum
Samevrópsk kortagerðarverkefni
Hjá Landmælingum Íslands fer fram vinna við Evrópuverkefni undir stjórn EuroGeographics, við uppfærslu á þremur gagnagrunnum. Um er að ræða EuroBoundaryMap í mælikvarða 1:100 000, EuroRegionalMap í mælikvarða 1:250 000 og EuroGlobalMap í mælikvarða 1:1 000 000. Vinnan felst í því að uppfæra árlega upplýsingar fyrir hvert land eftir fyrirfram ákveðinni áætlun. Framleiðslustjórn verkefnisins setur… Continue reading Samevrópsk kortagerðarverkefni
Kvarðinn kominn út
Fyrsta tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2018 er komið út. Margt fróðlegt ber þar á góma, sagt er frá endurmælingu á Grunnstöðvaneti Íslands, jafnlaunavottun, nýrri uppfærslu á IS 50V og ýmsu öðru. Þá ritar Magnús Guðmundsson grein þar sem hann horfir fram á veginn 2018.
Jólakveðja
Aukið aðgengi að opnum gjaldfrjálsum kortagögnum í Evrópu
Nýlega birtu EuroGeographics (samtök korta- og fasteignastofnana í Evrópu) niðurstöður könnunar um aðgengi að opnum kortagögnum/landupplýsingum. Könnuninni svöruðu 46 korta- og fasteignastofnana í Evrópu og var spurt um ýmislegt í tengslum við opin gögn, s.s. gjaldfrelsi, aðgengi, niðurhal og skilmála. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að opið og gjaldfrjálst aðgengi að þessum gögnum hafi aukist… Continue reading Aukið aðgengi að opnum gjaldfrjálsum kortagögnum í Evrópu
Niðurstöður ISNET2016 mælinganna – Hnitalistar
Sumarið 2016 var grunnstöðvanet Íslands mælt í þriðja sinn. Niðurstöður voru kynntar á vel sóttum fundi á Grand Hótel þann 14. nóvember síðastliðinn. Gerðir hafa verið hnitalistar þeirra mælistöðva sem unnið var úr eftir ISNET2016 mælingarnar og mynda grunninn fyrir nýja viðmiðun ISN2016. Hnitin eru birt sem jarðmiðjuhnit, baughnit með hæð yfir sporvölu GRS80 og… Continue reading Niðurstöður ISNET2016 mælinganna – Hnitalistar