Ný uppfærsla á IS 50V

Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa sex gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum mörkum, samgöngum, strandlínu og vatnafari. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu og er það eina lagið þar sem  stöðugt er unnið að uppfærslum. Frá síðustu útgáfu hefur verið skráð… Continue reading Ný uppfærsla á IS 50V

Published
Categorized as Fréttir

Aðgengi að landupplýsingum á Íslandi að aukast

Myndin sýnir þau svæði sem eru vatnsverndarsvæði, mikilvæg fuglasvæði, landgreiðslusvæði og friðlýst svæði landsins. Áhugavert er að sjá þessi gögn saman í ljósi umræðu um s.s. miðhálendisþjóðgarð. Samanburð líkt og þennan geta notendur landupplýsingagáttar gert sjálfir.

Síðan lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsinga á Íslandi voru sett árið 2011, hafa opinberir aðilar unnið að því að gera gögn sín aðgengileg. Eitt fyrsta verkefnið var að skrá lýsigögn fyrir gögnin og birta þær upplýsingar, auk þess gera gögnin sýnileg. Fyrsta skrefið í aðgengi hefur verið í formi skoðunarþjónusta og er nú hægt… Continue reading Aðgengi að landupplýsingum á Íslandi að aukast

Aðgangur að tveggja metra hæðarlínum af völdum svæðum landsins

Í fórum Landmælinga Íslands eru ýmis gögn sem eiga mismunandi uppruna en eru þess eðlis og á þannig sniði að erfitt getur verið að nýta þau í almenna korta- og gagnavinnslu. Meðal slíkra gagna eru hæðarupplýsingar og hefur stofnunin byrjað aðútbúa tveggja metra hæðarlínur fyrir valin svæði, þ.e. svæði þar sem gagna í háum gæðaflokki hefur verið aflað. Slík gögn eru m.a. lidargögn þar sem eitt hæðargildi er fyrir hvern 1-2 fermetra lands eða… Continue reading Aðgangur að tveggja metra hæðarlínum af völdum svæðum landsins

Published
Categorized as Fréttir

Kynning á niðurstöðum ISNET2016 mælinga

Dagskrá

Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 9:00 – 11:00 munu Landmælingar Íslands kynna niðurstöður ISNET2016 mælinganna og framtíðasýn á landshnitakerfi Íslands, á Grand Hótel í Reykjavík. Einnig verður farið yfir innleiðingu á nýrri viðmiðun og þeim þjónustum sem Landmælingar Íslands stefna á að bjóða upp á í tengslum við þessa nýju viðmiðun. Í lok fundarins verða umræður… Continue reading Kynning á niðurstöðum ISNET2016 mælinga

Published
Categorized as Fréttir

Fyrirlestur um hvernig gögn í nýrri Landupplýsingagátt nýtast

Eydís L. Finnbogadóttir og Hafliði S. Magnússon.

Haustráðstefna LÍSU og GI Norden var haldin 11. og 12. október síðastliðinn. Á ráðstefnunni flutti Hafliði Sigtryggur Magnússon, tölvunarfræðingur,  fyrirlestur  þar sem hann fjallaði um hvernig gögn í nýrri Landupplýsingagátt Landmælinga Íslands nýttust nefnd sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði 14. júlí 2016. Hlutverk nefndarinnar er að greina og kortleggja svæðið innan miðhálendislínu á heildstæðan hátt.… Continue reading Fyrirlestur um hvernig gögn í nýrri Landupplýsingagátt nýtast

Vindur breytir rennslisstefnu jökulfljóta á Skeiðarársandi

Mynd tekin 23. júlí 2017.

Í síðasta mánuði var frétt um „árstíðasveiflur í rennsli jökuláa“ birt hér á vef LMÍ þar sem bornar voru saman Sentinel-2 gervitunglamyndir af Skeiðarársandi frá vetri annars vegar og sumri hins vegar. Í framhaldi af því er ekki úr vegi að skoða fleiri Sentinel-2 myndir af þessu sama svæði. Það hefur löngum verið vitað að… Continue reading Vindur breytir rennslisstefnu jökulfljóta á Skeiðarársandi

Published
Categorized as Fréttir

Jafnlaunavottun hjá Landmælingum Íslands

Snemma árs 2013 hófu Landmælingar Íslands innleiðingu á jafnlaunakerfi samkvæmt staðlinum ÍST 85:2012 og hlutu í framhaldi af því jafnlaunavottun VR. Landmælingar Íslands voru þar með fyrsta ríkisstofnunin til að hljóta jafnlaunavottun. Markmið jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum og tryggja fagleg vinnubrögð í… Continue reading Jafnlaunavottun hjá Landmælingum Íslands

Published
Categorized as Fréttir

Nýtt myndband EuroGeographics um mikilvægi nákvæmra staðsetninga

EuroGeographics, samtök korta- og fasteignastofnana í Evrópu, hafa gefið út myndband sem sýnir á einfaldan hátt hve mikilvæg nákvæm staðsetning er í þágu almennings til að takast á við málefni dagsins. Sýnd eru dæmi um mikilvægi staðsetningar og góðra korta þegar komast á frá einum stað til annars, við skráningu fasteigna og vegna neyðartilvika svo… Continue reading Nýtt myndband EuroGeographics um mikilvægi nákvæmra staðsetninga

Nýtt nafnberakerfi fyrir örnefni

Undanfarin ár hefur mikil vinna verið lögð í söfnun og skráningu örnefna og er það eitt af stóru verkefnum Landmælinga Íslands. Árlega eru skráð um 10.000 ný örnefni í gagnagrunn stofnunarinnar og sér ekki enn fyrir endann á þeirri vinnu. Til að skrásetja, viðhalda, greina og birta þau örnefni sem safnast, þarf að flokka þau… Continue reading Nýtt nafnberakerfi fyrir örnefni

Ársþing EuroGeographics 2017 í Vínarborg

Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands og Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands.

Ársþing EuroGeographics samtaka korta- og fasteignastofnana í Evrópu, var haldið dagana 1. – 3. október 2017 í Vínarborg. Fulltrúar frá 52 korta- og fasteignastofnunum frá 42 löndum Evrópu tóku þátt í þinginu og voru fulltrúar Þjóðskrár Íslands og Landmælinga Íslands þar á meðal. Ársþingið var haldið í húsnæði austurrísku kortastofnunarinnar BEV (Bundesamt für Eich- und… Continue reading Ársþing EuroGeographics 2017 í Vínarborg