Breytingar á lögum um landmælingar og grunnkortagerð

Unnið við vegamælingar í Þrengslunum sumarið 2011.

Þann 31. maí síðastliðinn samþykkti Alþingi frumvarp til  breytinga á lögum nr. 103/2006 um landmælingar og grunnkortagerð. Breytingarnar eru einkum gerðar til að bregðast við þeirri þróun sem hefur orðið í öflun, notkun og miðlun nákvæmra stafrænna landupplýsinga, en á undanförnum árum hefur notkun slíkra gagna aukist verulega meðal almennings, fyrirtækja og stjórnvalda. Lagabreytingarnar festa… Continue reading Breytingar á lögum um landmælingar og grunnkortagerð

Published
Categorized as Fréttir

Ný uppfærsla á IS 50V

Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa sex gagnalaga af átta í IS 50V kortagrunni stofnunarinnar. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum mörkum, samgöngum, strandlínu og vatnafari. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu þar sem mikil og stöðug vinna fer fram allt árið. Frá síðustu útgáfu hefur talsvert verið… Continue reading Ný uppfærsla á IS 50V

Published
Categorized as Fréttir

Grunngerð landupplýsinga á réttri leið

Þann 15. maí síðastlinn skiluðu Landmælingar Íslands árlegri INSPIRE yfirlitsskýrslu til Evrópsku umhverfisstofnunarinnar. Um er að ræða skýrslu sem er skilað á sama tíma árlega og er þetta í fimmta sinn sem slíkri skýrslu er miðlað fyrir hönd Íslands. Skýrslunni er ætla að gefa yfirlit um fjölda landfræðilegra gagnasetta hér á landi sem tengjast þemum… Continue reading Grunngerð landupplýsinga á réttri leið

Nýr mælibúnaður prófaður í flugi yfir Íslandi

Í lok apríl voru vísindamenn frá DTUSpace (Dansk Teknisk Universitet-Space) í Danmörku og ONERA (The French Aerospace Lab) í Frakklandi, hér á Íslandi og var tilgangur ferðarinnar að prufa nýjan mælibúnað sem ONERA er að hanna og smíða. Búnaðurinn mælir algilda þyngdarhröðun jarðar með mikilli nákvæmni og nýtast niðurtöðurnar til að auka ná- kvæmni láflatar… Continue reading Nýr mælibúnaður prófaður í flugi yfir Íslandi

Published
Categorized as Fréttir

Fréttabréfið Kvarðinn er komið út

Annað tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands á árinu 2017, er komið út. Að þessu sinni er meðal annars sagt frá nýjum mælibúnaði sem prófaður var á flugi yfir Íslandi, samstarfsverkefni í Portúgal og samnýtingu stafrænna gagna. Kvarðan má sjá hér.

Published
Categorized as Fréttir

Framkvæmdir þurfa að byggja á réttri viðmiðun

Afmyndun á ISN93

Þann 5. maí sl. hélt Þórarinn Sigurðsson, mælingaverkfræðingur fyrirlestur á vorfundi SATS (Samtök tæknimanna sveitarfélaga) sem var haldinn á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal. Fyrirlesturinn fjallaði um afmyndun landshnitakerfisins frá 1993 til 2016 og hvernig jarðskorpuhreyfingar hafa áhrif á hinar ýmsu framkvæmdir í landinu, en þar var byggt á gögnum frá endurmælingu landshnitakerfisins 2016.… Continue reading Framkvæmdir þurfa að byggja á réttri viðmiðun

Published
Categorized as Fréttir

SNIMar verkefni í Portúgal lokið

Lokaráðstefna SNIMar verkefnisins í Portúgal sem Landmælingar Íslands hafa verið aðilar að í gegnum þróunarsjóð EFTA,  var haldin í Lissabon 19. apríl síðastliðinn. SNIMar verkefnið snýst um undirbúning á samþættingu landfræðilegra upplýsinga er lúta að stjórnun sjávar og strandsvæða en fjöldi opinberra stofnana og einkafyrirtækja kom að verkefninu. Innan verkefnisins var unnið að grunngerð landupplýsinga… Continue reading SNIMar verkefni í Portúgal lokið

Heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra

F.v. Björt Ólafsdóttir, Sigríður Auður Arnardóttir, Steinar Kaldal, Eydís L. Finnbogadóttir og Magnús Guðmundsson.

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir heimsótti Landmælingar Íslands í dag, föstudaginn 21. apríl. Með henni í för voru Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri og Steinar Kaldal, aðstoðarmaður ráðherra. Á fundi með stjórnendum stofnunarinnar fékk Björt kynningu á starfseminni, framtíðaráformum og áherslum næstu ára. Þá heilsaði hún upp á starfsfólk og kynnti sér helstu verkefni sem unnið… Continue reading Heimsókn umhverfis- og auðlindaráðherra

Published
Categorized as Fréttir

Magnús Guðmundsson skipaður varaformaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar

Umhverfis- og auðlindarráðherra hefur skipað verkefnisstjórn rammaáætlunar til næstu fjögurra ára. Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar við undirbúning að gerð tillagna fyrir verndar- og orkunýtingaráætlun, sbr. 8. – 11. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun.  Verkefnisstjórnin fjallar um virkjunarhugmyndir og landsvæði í samræmi við beiðnir þar um og getur einnig… Continue reading Magnús Guðmundsson skipaður varaformaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar

Published
Categorized as Fréttir

Ný lög um landupplýsingar samþykkt í Danmörku

Myndin er fengin að láni af vef SDFE.

Í gær, 28. mars 2017, samþykkti danska þingið einróma ný lög um landupplýsingar og kortagerð. Með samþykkt laganna hefur verið sköpuð betri umgjörð um skilvirkni fyrir hið opinbera á sviði landupplýsinga, lagagrunnur aðlagaður að nútímanum og regluverk einfaldað. Landupplýsingar og kort s.s. upplýsingar um mörk sveitarfélaga, byggingar, innviði, hvernig landslag lítur út og o.s.frv. eru… Continue reading Ný lög um landupplýsingar samþykkt í Danmörku