Ársskýrsla 2016

Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2016 er komin út. Líkt og undanfarin ár er hún gefin út á rafrænu formi og er aðgengileg hér á vef stofnunarinnar.  Árið 2016 var 60 ára afmælisár Landmælinga Íslands og í ársskýrslunni er m.a. stiklað á stóru í sögu stofnunarinnar. Sagt er frá helstu verkefnum á afmælisárinu og ber… Continue reading Ársskýrsla 2016

Published
Categorized as Fréttir

Fimmta Sentinel gervitungli ESA skotið á loft

Myndin er fengin að láni af vef ESA.

Þann 7. mars sl. var nýju gervitungli á vegum ESA (Europian Space Agency) skotið á loft. Gervitunglið kallast Sentinel-2b og er systurtungl Sentinel-2a sem skotið var á loft árið 2015. Tunglin gegna lykilhlutverki við kortagerð af landi og gróðri og eru myndir frá þeim meðal annars notaðar í Corine verkefni sem Landmælingar Íslands eru aðilar að. Tunglin… Continue reading Fimmta Sentinel gervitungli ESA skotið á loft

Published
Categorized as Fréttir

Nýtt landhæðarlíkan fyrir Ísland

Frá árinu 2015 hafa Bandaríkjamenn farið fyrir Norðurskautsráðinu sem er samstarfsvettvangur þeirra ríkja sem liggja að Norðurheimsskautssvæðinu. Samstarfið snýr að umhverfismálum, einkum loftslagsbreytingum, álitamálum varðandi nýtingu auðlinda og landakröfum á norðurslóðum. Eitt helsta framlag Bandaríkjamanna til vísindarannsókna á norðurslóðum að undanförnu er gerð landhæðarlíkans af öllu yfirborði lands fyrir norðan 60. breiddargráðu. Ísland er aðili… Continue reading Nýtt landhæðarlíkan fyrir Ísland

Published
Categorized as Fréttir

Alþjóðlegt málþing Sameinuðu þjóðanna um gögn fyrir Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun

Málþingið var fjölmennt. Myndin er af twitter síðu UN World Data Forum.

Um miðjan janúar síðastliðin var fyrsta alþjóðlega málþing Sameinuðu þjóðanna um gögn fyrir Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun haldið í Höfðaborg í Suður Afríku. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun eru víðtækustu markmið sem ríki heimsins hafa komið sér saman um en stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Á… Continue reading Alþjóðlegt málþing Sameinuðu þjóðanna um gögn fyrir Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun

Published
Categorized as Fréttir

Mikilvægt að samnýta gögn um lífríki hafsins

Á undanförnum árum hafa Landmælingar Íslands tekið þátt í grunngerðarverkefni sem unnið er í Portúgal og styrkt af þróunarsjóði EFTA. Verkefnið sem kallast SNIMar snýst um að safna saman gögnum sem snúa að hafsvæðum og lífríki sjávar. Hafsvæði heimsins eru mjög stór og lítið er um þau vitað, því er mikilvægt að samnýta þau gögn… Continue reading Mikilvægt að samnýta gögn um lífríki hafsins

Bæklingur um grunngerð landupplýsinga

Á undanförnum árum hafa Landmælingar Íslands unnið að því í nánu samráði við umhverfis- og auðlindaráðuneytið að byggja upp grunngerð stafrænna landupplýsinga á Íslandi. Landupplýsingar eru grunngögn sem þarf til að búa til landakort, skipulagskort eða annað sem bundið er staðsetningu. Landupplýsingar eru birtar sem línur, flákar, punktar, myndir eða textar, líkt og vegir, heimilisföng,… Continue reading Bæklingur um grunngerð landupplýsinga

Published
Categorized as Fréttir

Fréttabréfið Kvarðinn er komið út

Fyrsta tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2017 er komið út. Þar er m.a. sagt frá nýjum kortasjám,  örnefnaskráningu, úrvinnslu endurmælinga á Grunnstöðvaneti ásamt ýmsu öðru. Kvarðann má sjá hér.  

Published
Categorized as Fréttir

Hægt að sækja kort og loftmyndir LMÍ í fullri upplausn

Reitakerfi fyrir loftmyndir

Hjá Landmælingum Íslands er til einstakt safn loftmynda og korta sem starfsmenn stofnunarinnar hafa unnið við á undanförnum árum, að koma á stafrænt form fyrir vefinn. Stór hluti kortanna er nú kominn á vefinn einnig mikið magn loftmynda, þó mikið verk sé enn fyrir höndum í skönnun loftmynda. Loftmyndirnar sem eru af öllu landinu eru… Continue reading Hægt að sækja kort og loftmyndir LMÍ í fullri upplausn

Nýjar uppfærslur á IS 50V

Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa þriggja gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum og samgöngum. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu, þar sem mikil og stöðug vinna fer fram við hnitsetningu. Skráning örnefna hefur aðallega farið fram á svæðum í Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð,… Continue reading Nýjar uppfærslur á IS 50V