Í dag 15. desember 2016 opnuðu Landmælingar Íslands nýja kortasjá https://atlas.lmi.is/kortasja/ og örnefnasjá https://atlas.lmi.is/ornefnasja/ auk þess var opnuð ný Landupplýsingagátt https://gatt.lmi.is/geonetwork/ ásamt nýrri kortasjá Landupplýsingagáttar https://kort.lmi.is/. Kerfin eru byggð á opnum hugbúnaði, Oskari og GeoNetwork en Oskari er hannaður og þróaður af systurstofnun okkar í Finnlandi. GeoNetwork er opin hugbúnaður og á bak við hann eru mörg fyrirtæki… Continue reading Landmælingar Íslands opna nýjar kortasjár og nýja Landupplýsingagátt
Author: jensina
Könnun á vef Landmælinga Íslands 2016
Um miðjan nóvember stóðu Landmælingar Íslands fyrir könnun á notkun á vefsíðu stofnunarinnar. Þetta er í fimmta skiptið sem slík könnun er gerð og var hún var gerð bæði meðal íslenskra og enskra notenda. Könnunina nota Landmælingar Íslands m.a. til að fá fram sýn notenda á því hvernig bæta má þá þjónustu sem vefurinn hefur… Continue reading Könnun á vef Landmælinga Íslands 2016
Góður fundur stjórnenda um grunngerð landupplýsinga
Tilskipun Evrópusambandsins, sem nefnist INSPIRE, snýst um að koma á grunngerð fyrir landupplýsingar og var hún tekin upp á Íslandi með lögum nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar árið 2011. Landmælingar Íslands fara með innleiðingu þessara laga fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra í samvinnu við ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög. Markmið laganna er að stuðla… Continue reading Góður fundur stjórnenda um grunngerð landupplýsinga
Samningur Háskóla Íslands og Landmælinga Íslands um fjarkönnun
Í gær 14. nóvember 2016 var undirritaður samstarfssamningur milli Háskóla Íslands og Landmælinga Íslands. Um er að ræða endurnýjun á eldri samningi sem gerður var fyrst árið 2000 en verið framlengdur nokkrum sinnum eftir það. Meginmarkmið samningsins er að vinna að eflingu fjarkönnunarrannsókna á Íslandi og er Dr. Kolbeinn Árnason sameiginlegur starfsmaður beggja stofnana á… Continue reading Samningur Háskóla Íslands og Landmælinga Íslands um fjarkönnun
Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands
Í tengslum við 60 ára afmæli Landmælinga Íslands var gerð samantekt á starfsemi og sögu stofnunarinnar frá upphafsári hennar 1956 til dagsins í dag. Samentektin, er unnin að hluta upp úr annarri slíkri „Atriði úr sögu Landmælinga Íslands frá stofnun 1956 til ársins 2006“ sem Svavar Berg Pálsson skrifaði. Heimildir eru fengnar úr bókinni „Landmælingar… Continue reading Stiklað á stóru í sögu Landmælinga Íslands
Geocaching leikurinn
Starfsfólk Landmælinga Íslands fóru á dögunum á stúfana, tóku nokkra punkta í bænum og tengdu við Geocaching leikinn. Geocaching er app sem er hlaðið í snjalltæki fólki að kostnaðarlausu t.d. í gegnum play store. Leikurinn, sem er alþjóðlegur, er eins konar fjársjóðsleit sem fer fram utandyra með því að elta GPS hnit og leita að… Continue reading Geocaching leikurinn
Lokaráðstefna verkefnis tengt flóðahættu í Slóveníu
Þann 18. október síðastliðinn var lokaráðstefna verkefnisins „The Modernization of Spatial Data Infrastructure to reduce risks and impact of floods“ haldin í Slóveníu en Landmælingar Íslands hafa verið aðili að því verkefni frá árinu 2013. Verkefnið var styrkt af EEA Grants og Norwegian Grants og voru Landmælingar Íslands ásamt Kartverket í Noregi svokallaðir Donor Partners… Continue reading Lokaráðstefna verkefnis tengt flóðahættu í Slóveníu
Áhrif Grænna skrefa
Á árinu 2014 var Grænum skrefum í ríkisrekstri hleypt af stokkunum. Með innleiðingu þeirra er unnið að eflingu á vistvænum rekstri ríkisins með kerfisbundnum hætti. Aðgerðir Grænna skrefa hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi og draga úr rekstrarkostnaði. Landmælingar Íslands hófu innleiðingu Grænna skrefa haustið 2014 og luku henni síðastliðið vor á 60 ára… Continue reading Áhrif Grænna skrefa
Frá árlegri INSPIRE ráðstefnu í Barcelona
Dagana 26. – 30. september síðastliðinn var haldin árleg INSPIRE ráðstefna, að þessu sinni í Barcelona á Spáni. Ráðstefnan var með þeim fjölmennari sem haldin hefur verið, en á henni voru rúmlega 1.100 ráðstefnugestir. Þrír fulltrúar frá Íslandi sóttu ráðstefnuna, tveir starfsmenn Landmælinga Íslands og einn starfsmaður umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Svið INSPIRE er ótrúlega vítt… Continue reading Frá árlegri INSPIRE ráðstefnu í Barcelona
Fréttabréfið Kvarðinn er komið út
Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2016 er komið út. Þar er meðal annars sagt frá endurmælingu á grunnstöðvaneti Landmælinga Íslands sem fram fór í sumar, vel heppnaðri afmælisráðstefnu sem haldin var síðastliðið vor, nýrri uppfærslu á grunngögnum og alþjóðlegu samstarfi um landmælingar og notkun landupplýsinga sem styrkt er af Sameinuðu þjóðunum. Kvarðinn er… Continue reading Fréttabréfið Kvarðinn er komið út