Í maí 2011 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og kort á vegum íslenskra stjórnvalda en í því felst að gera opinber gögn aðgengileg til fjölbreytilegra nota. Lögin um grunngerð landupplýsinga miða að innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins… Continue reading Ráðstefna um INSPIRE tilskipunina í Barcelona
Author: jensina
Endurmælingu á Grunnstöðvaneti Íslands lokið
Formlegri endurmælingu á Grunnstöðvaneti Íslands lauk á dögunum. Mælingin er nauðsynleg til að viðhalda nákvæmni í landshnitakerfinu sem aflagast vegna mikilla jarðskorpuhreyfinga, en landshnitakerfið og viðmuðun þess er grundvöllur annarra landmælinga á Íslandi. Endurmælingin hefur staðið yfir í rúmlega fjóra mánuði og mældir hafa verið um 150 punktar, auk þess hafa gögn frá um 100… Continue reading Endurmælingu á Grunnstöðvaneti Íslands lokið
Fundur Arctic SDI verkefnisins hjá LMÍ
Þessa dagana stendur yfir fundur Arctic SDI verkefnisins hjá Landmælingum Íslands. Arctic SDI er samstarfsverkefni átta þjóða á norðurslóðum og snýr að uppbyggingu grunngerðar fyrir landupplýsingar og tengingu kortagrunna á Norðurheimsskautssvæðinu. Markmiðið með verkefninu er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af svæðinu m.a. til að fylgjast með umhverfisáhrifum og fjölbreyttu… Continue reading Fundur Arctic SDI verkefnisins hjá LMÍ
Jarðfræðiganga á Akranesi á Degi íslenskrar náttúru
Landmælingar Íslands halda upp á Dag íslenskar náttúru þann 16. september með því að bjóða upp á jarðfræðigöngu um Akranes fyrir alla og ekkert þátttökugjald. Það verða þau Dr. Jóhann Helgason, jarðfræðingur og Eydís Líndal Finnbogadóttir, jarðfræðingur sem munu leiða gönguna. Lagt verður af stað í gönguna kl. 17:00 frá Landmælingum Íslands (anddyri stjórnsýsluhússins). Gangan mun… Continue reading Jarðfræðiganga á Akranesi á Degi íslenskrar náttúru
Af fundi forstjóra norrænna kortastofnana
Fundur forstjóra og helstu stjórnenda norrænna korta- og fasteignastofnana var haldinn í Keflavík dagana 22.-24. ágúst sl. Samstarf þessara norrænu systurstofnana á sér langa sögu og byggir á sérstökum samningi þeirra á milli. Fundir sem þessir eru haldnir árlega en á þeim bera fulltrúar stofnananna saman bækur sínar og fara yfir samstarfsverkefni. Meðal þess sem… Continue reading Af fundi forstjóra norrænna kortastofnana
Sameinuðu þjóðirnar styrkja alþjóðlegt samstarf um landmælingar og notkun landupplýsinga
Frá árinu 2011 hafa Sameinuðu þjóðirnar unnið að samstarfi á sviði landmælinga og landupplýsinga meðal allra aðildarþjóða sinna undir formerkjum GGIM (Global Geosaptial InformationManagement). Aðild að því samstarfi hafa aðallega átt korta- og fasteignastofnanir, Hagstofur og ráðuneyti í aðildarlöndunum og er tilefnið að auka samstarf, samræmd vinnubrögð og skilning á því að landupplýsingar og kortagögn… Continue reading Sameinuðu þjóðirnar styrkja alþjóðlegt samstarf um landmælingar og notkun landupplýsinga
Uppmæling eignamarka – Nýr leiðbeiningabæklingur Þjóðskrár Íslands
Að undanförnu hefur Þjóðskrá Íslands í samstarfi við Landmælingar Íslands, Ríkiseignir og Samband íslenskra sveitarfélaga unnið að bættri skráningu landeigna á Íslandi. Afmörkun landeigna er víða ábótavant og óvissa um eignarétt eykur líkur á ágreiningsmálum um eignamörk við ráðstöfun eigna. Þörf er á átaki í skráningu á afmörkun landeigna í einkaeigu, þá sérstaklega afmörkun jarða… Continue reading Uppmæling eignamarka – Nýr leiðbeiningabæklingur Þjóðskrár Íslands
Nýtt landhæðarlíkan af Íslandi
Ný útgáfa landhæðarlíkani fyrir Ísland er nú fáanleg um niðurhal á vef Landmælinga Íslands. Um er ræða uppfærslu á hæðarupplýsingum fyrir um 38% landsins eða rúmlega 39.000 km2. Hin nýju gögn eru af ýmsum toga, m.a. ný gögn sem byggja á lidar-tækni og þekja nær alla jökla landsins og næsta umhverfi. Einnig eru nýtt gögn… Continue reading Nýtt landhæðarlíkan af Íslandi
Kortin vísa veginn – 60 ára afmælisráðstefna Landmælinga Íslands
Í dag var haldin ráðstefna í tilefni af því að á þessu ári eru 60 ár frá því að stofnunin var sett á laggirnar. Ráðstefnan var haldin í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness. Umfjöllunarefnið á ráðstefnunni var mikilvægi góðra korta og landupplýsinga í samfélaginu m.a. í tengslum við örnefni, leit og björgun, náttúruvá og ferðaþjónustu. Dagskráin… Continue reading Kortin vísa veginn – 60 ára afmælisráðstefna Landmælinga Íslands
Afmælisráðstefna og opið hús 20. maí 2016
Árið 2016 er alveg sérstakt hjá Landmælingum Íslands vegna þess nú eru 60 ár eru frá því að stofnunin var sett á laggirnar. Að því tilefni verður haldin afmælisráðstefna þann 20. maí kl. 9:00 – 12:00. Ráðstefnan verður haldin í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness. Umfjöllunarefnið á ráðstefnunni er mikilvægi góðra korta og landupplýsinga í samfélaginu… Continue reading Afmælisráðstefna og opið hús 20. maí 2016