Í sumar fer fram endurmæling á grunnstöðvaneti Íslands. Grunnstöðvanetið hefur verið mælt tvisvar áður, árið 1993 og 2004 og samhliða því voru gefnar út viðmiðaninnar ISN93 og ISN2004. Í reglugerð er gert ráð fyrir að endurmæling fari fram eigi sjaldnar en á 10 ára fresti en skortur á fjárveitingum til verkefnisins tafði það um tvö… Continue reading Endurmæling á grunnstöðvaneti Íslands
Author: jensina
Um hæðarmælingar á fjöllum
Að undanförnu hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um hæð Hvannadalshnjúks. Mælingar á hnjúknum hafa verið gerðar af ýmsum með mismunandi tækni og með mismunandi mælitækjum eins og fram hefur komið. Spurningar koma upp hvort ekki sé hægt að mæla hæðir fjalla með „góðum“ GPS handtækjum og jafnframt þá hvað gerir mælingar landmælingamanna frábrugðnar mælingum… Continue reading Um hæðarmælingar á fjöllum
Könnun á vef Landmælinga Íslands
Í lok árs 2015 stóðu Landmælingar Íslands fyrir könnun á vef stofnunarinnar. Könnunin var gerð bæði á íslensku og ensku og meðal þess sem kannað var voru heimsóknir á vefinn, hvers konar efni notendur vefsins voru að leita að, spurt um útlit hans, ánægju með hann og hvaða hópi svarendur tilheyrðu. Þá var í könnuninni… Continue reading Könnun á vef Landmælinga Íslands
Lokafundur eENVplus verkefnisins
Þann 3. desember síðastliðinn var lokafundur eENVplus verkefnisins haldinn í Róm á Ítalíu en Landmælingar Íslands í samstarfi við Umhverfisstofnun hafa verið aðilar að verkefninu. eEVNplus verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og snýst um að samnýta verkfæri og verkferla sem hannaðir hafa verið í tengslum við ýmis umhverfisverkefni Evrópusambandsins og nýta við framkvæmd og innleiðingu… Continue reading Lokafundur eENVplus verkefnisins
Ný uppfærsla á IS 50V gögnum
Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa sex gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum, samgöngum, vatnafari, strandlínu og hæðargögnum. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu, þar sem mikil og stöðug vinna fer fram við hnitsetningu. Skráning örnefna hefur aðallega farið fram á svæðum… Continue reading Ný uppfærsla á IS 50V gögnum
Bráðnun jökla á Íslandi
Sóknaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum sem kynnt var nýlega, byggir á 16 verkefnum sem miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Verkefnin skiptast í þrjá flokka: 1) Verkefni til þess að draga úr nettólosun… Continue reading Bráðnun jökla á Íslandi
Úttekt á vef LMÍ
Um árabil hefur verið unnið að uppbyggingu á vef Landmælinga Íslands og hefur sú vinna nánast eingöngu verið í höndum starfsmanna stofnunarinnar. Vefurinn er unnin í opna hugbúnaðinum Word Press sem nýtur mikillar útbreiðslu og býður upp á mikinn sveigjanleika í tengslum við samfélagsmiðla. Áhersla hefur verið lögð á að hafa vef Landmælinga Íslands einfaldan… Continue reading Úttekt á vef LMÍ
Endurheimt votlendis á Íslandi
Ríkisstjórn Íslands kynnti nýlega sóknaráætlun í loftslagsmálum til þriggja ára, sem er ætlað er að skerpa á áherslum Íslands í loftslagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri í að minnka nettólosun verði náð. Verkefni og áherslur sem kynnt eru undir hatti sóknaráætlunar eru fjölbreytt og mörg hver sjálfstæð en eiga það m.a.… Continue reading Endurheimt votlendis á Íslandi
Aðgengi og skortur á landupplýsingum hjá sveitarfélögum
Það er áhugavert að rýna niðurstöður könnunar um landupplýsingar sveitarfélaga og bera saman við niðurstöður svipaðrar könnunar sem var gerð meðal sveitarfélaga árið 2009, vegna innleiðingar INSPIRE. Aðgengi að upplýsingum Athygli vakti hversu erfiðlega gekk að ná til sveitarfélaganna og fá svar frá þeim við könnuninni. Í fyrri könnuninni tókst að ná til töluvert fleiri… Continue reading Aðgengi og skortur á landupplýsingum hjá sveitarfélögum
Landupplýsingar hjá sveitarfélögum á Íslandi
Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi nær ekki einungis til opinberra stofnana heldur einnig til allra sveitarfélaga landsins. Könnun á stöðu landupplýsinga sem Landmælingar Íslands (LMÍ) stóðu fyrir fyrr á þessu ári, og sagt hefur verið frá á síðustu vikum hér á vef LMÍ, var einnig send til sveitarfélaganna. Af 74 sveitarfélögum bárust svör frá… Continue reading Landupplýsingar hjá sveitarfélögum á Íslandi